Stjórnendur flugfélaga hafa litlar áhyggjur þurft að hafa af sölu flugmiða að undanförnu því eftirspurnin hefur aukist gríðarlega eftir að sóttvarnaraðgerðir heyrðu sögunni til. Framboðið í sumar er líka minna en í eðlilegu árferði og við þessar aðstæður hækka fargjöldin eins og uppgjör flugfélaga sýna.
Þannig voru tekjur Icelandair á hvern farþega hærri á síðasta ársfjórðungi en þær voru árið 2019. Þó verður hafa verður í huga að félagið bókfærði skaðabætur frá Boeing sem farþegatekjur það ár.