„Þetta hefur verið barningur“

„Það er í raun kraftaverk hversu mörg fyrirtæki komust í gegnum faraldurinn. Staðan er skárri hjá fleirum en við reiknuðum með. En það er ekki sléttur sjór framundan," segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Bjarnheiður Hallsdóttir
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Mynd: Óðinn Jónsson

„Framundan er kjarasamningalota. Launakostnaður hefur verið mjög íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna, sem er auðvitað í alþjóðlegri samkeppni. Við erum með einn hæsta launakostnað í heimi og gengi krónunnar er eilíft viðfangsefni okkar. Það getur skilið milli feigs og ófeigs hvernig hún sveiflast milli ára."

Bjarnheiður Hallsdóttir bendir á að nú sé því spáð að krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. „Þetta samspil hás launakostnaðar og sterkrar krónu er algjört eitur fyrir ferðaþjónustuna. Eftir hörmungartíma heimsfaraldursins hefur eigið fé margra þurrkast upp.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.