Vegasjoppurnar mestu vonbrigðin

Gísla Einarssyni þykir gaman að ferðast enda er hann eiginlega alltaf á ferðinni, bæði í vinnu og fríum. Túristi vildi fá sjónarhorn hans á ferðaþjónustuna.

Gísli Einarsson
Gísli Einarsson á heimavelli í Borgarnesi Óðinn Jónsson

Óhætt er að fullyrða að Gísli Einarsson í Borgarnesi sé í hópi þeirra Íslendinga sem mest hafa ferðast um landið vítt og breitt - síðustu áratugina sem fréttamaður Ríkisútvarpsins og ritstjóri Landans. Hann hefur líka tekið að sér leiðsögn, bæði hér heima en líka um önnur lönd. Svo þegar Gísli lætur sig hafa það að taka frí þá leggst hann í ferðalög með konu sinni, Guðrúnu Huldu Pálmadóttur. 

„Maður uppgötvar einhvern stað í vinnuferðum og fer svo aftur þangað í fríi og nýtur hans öðruvísi.  Ferðamennskan er ákveðin fíkn. Það er gaman að ferðast og fylgjast með því hvernig ferðaþjónustan breytist og aðlagast hverjum tíma.”

Komið við í öllum sjoppum landsins

Maður eins og Gísli sem ferðast mikið hefur auðvitað séð landið í alls konar búningi, hitt fólk af ólíkum toga og sem býr við alls konar aðstæður - fengið viðurgjörning af ýmsu tagi. Hvað ætli hann hafi komið við í mörgum sjoppum við þjóðveginn og fengið sér hamborgara, kók og prins?

„Ég hef komið við í öllum sjoppum landsins. Ég veit ekki um neina sjoppu sem ég hef aldrei komið í - og þær eru misgóðar,” segir Gísli og hlær.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.