„Áhugaleysi hjá ríkisvaldinu“

„Þetta er ekki góður tími til að hækka álögur," segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans. Hún gagnrýnir harðlega andvaraleysi stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni. „Fókusinn er farinn," segir hún og óttast að Ísland verði orðið of dýrt haustið 2023.

Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar Mynd: Óðinn Jónsson

Þegar staðið er og horft niður Ægisgarð við Reykjavíkurhöfn á góðviðrisdegi sést gjarnan ferðafólk hópast fyrir framan nýju söluskálana að kanna þá kosti sem eru í boði eða að það er á leið í ferðabátana sem liggja við landfestar. Hvalaskoðun á Faxaflóa og bátsferðir um Sundin blá virðist líflegur bissniss. Elding - Hvalaskoðun er leiðandi fyrirtæki í sinni grein, með mikil umsvif í Reykjavík og á Akureyri, auk þess að starfrækja Viðeyjarferjuna. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, á og rekur fyrirtækið með bróður sínum Sveini Ómari, sem er yfirvélstjóri og annast viðhald bátaflotans, sem er stór. Þau hafa verið í þessum rekstri frá árinu 2000 og þurft að þola marga ágjöf eins og aðrir í ferðaþjónustunni - nú síðast heimsfaraldur. Fyrir nokkrum árum var sala á fyrirtækinu undirbúin, og það ferli raunar langt komið, en þau ákváðu að falla frá þeim áformum. Eldingar-fjölskyldan var ekki tilbúin að selja.

Söluskáli Eldingar við Ægisgarð - Mynd: ÓJ

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.