Þegar staðið er og horft niður Ægisgarð við Reykjavíkurhöfn á góðviðrisdegi sést gjarnan ferðafólk hópast fyrir framan nýju söluskálana að kanna þá kosti sem eru í boði eða að það er á leið í ferðabátana sem liggja við landfestar. Hvalaskoðun á Faxaflóa og bátsferðir um Sundin blá virðist líflegur bissniss. Elding - Hvalaskoðun er leiðandi fyrirtæki í sinni grein, með mikil umsvif í Reykjavík og á Akureyri, auk þess að starfrækja Viðeyjarferjuna. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, á og rekur fyrirtækið með bróður sínum Sveini Ómari, sem er yfirvélstjóri og annast viðhald bátaflotans, sem er stór. Þau hafa verið í þessum rekstri frá árinu 2000 og þurft að þola marga ágjöf eins og aðrir í ferðaþjónustunni - nú síðast heimsfaraldur. Fyrir nokkrum árum var sala á fyrirtækinu undirbúin, og það ferli raunar langt komið, en þau ákváðu að falla frá þeim áformum. Eldingar-fjölskyldan var ekki tilbúin að selja.

Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.