Alvarlegast hversu lítið ferðafólk dreifist um landið

„Væri íslensk ferðaþjónusta eitt fyrirtæki þá væri enginn vafi í mínum huga að hún myndi leggja í verulegar fjárfestingar úti á landi,” segir Friðrik Pálsson á Hótel Rangá, sem hefur verið fullbókuð frá því Ameríkuflug hófst að nýju.

Friðrik Pálsson á Hótel Rangá Mynd: ÓJ

Hótel Rangá kemur vel undan heimsfaraldri. Eigandinn, Friðrik Pálsson, ber lof á aðgerðir stjórnvalda sem tryggt hafi festu í starfsmannahópi hans. Þó mörg fyrirtæki hafi komið löskuð út úr faraldrinum þá hefðu þau ekki lifað af án þeirra aðgerða sem gripið var til. 

„Mér tókst að halda flestu starfsfólkinu í gegnum þá leið sem stjórnvöld buðu upp á. Það var mér gríðarlega mikilvægt, bæði persónulega og af viðskiptalegum ástæðum. Við höfðum búið til góðan hóp starfsmanna og gátum haldið í hann. Starfsfólkið var þakklátt og eins urðum við vör við að viðskiptavinir okkar erlendis fylgdust með því hvernig staðið var að þessum málum í faraldrinum og hvernig farið væri af stað aftur.” 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.