Samfélagsmiðlar

Farmiði greiddur fyrir flugtak

Þau sem lenda í því að flugi er aflýst vita að nokkur fyrirhöfn getur fylgt því að fá miðann endurgreiddan. Á þessu sumri hafa óvenju margir lent í vandræðum vegna aflýstra ferða, ekki síst í Evrópu, og hafa þau vandræði oftast verið rakin til starfsmannaskorts á flugvöllum.

Samgönguráðherra þýska sambandsríkisins Neðra-Saxlands, Bernd Althusmann, vill að komið verði til móts við neytendur með því að fella niður kröfuna um fyrirframgreiðslu flugmiða en farþegar greiði fargjald sitt um leið og gefið út brottfararspjald fyrir flug. Althusmann sagði við viðskiptablaðið Handelsblatt að þetta myndi aðeins lítillega auka tilkostnað flugfélaganna en hlífa farþegum við miklu umstangi og leiðindum. Frá þessu er greint í Business Travel News Europe.

Málið verður rætt í fylkisstjórn Neðra Saxlands fljótlega. Þýsk samtök viðskiptaferðalanga hafa frá því í fyrra beitt sér fyrir því að fyrirkomulag greiðslu fyrir flugtak (PAYF, Pay as you fly) verði tekið upp og fagnaði forseti samtakanna, Christoph Carnier, stuðningi samgönguráðherra Neðra-Saxlands. Fyrirfram greiðsla flugmiða væri úrelt fyrirkomulag sem ætti að falla frá og taka í staðinn upp rafræna greiðslu fyrir flugtak. Það væri ekki aðeins í þágu viðskiptavina heldur yrði til hvati fyrir flugfélögin að hverfa frá núverandi skriffinsku sem fylgir aflýstum ferðabókunum og millifærslum á greiðslum.

Lufthansa hóf í mars í fyrra að bjóða viðskiptaferðalöngum upp á greiðslu fyrir flugtak. Þeir miðar eru dýrari en aðrir og bókunarferlið öðruvísi en gildir um flesta miða.

Nýtt efni
MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …