Ferðaþjónusta í sátt við samfélagið

„Innviðir hér bera ekki mikið meira af ferðafólki. Á góðviðrishelgum á sumrin er allt yfirfullt," segir Anna Melsteð, eigandi Anok margmiðlunar í Stykkishólmi, og leiðsögumaður. Hún hefur á síðustu árum unnið að mörgum verkefnum tengdum ferðaþjónustu. Túristi kom við á Anok á ferð sinni í Hólminn á dögunum.

Anna Melsteð
Anna Melsteð Mynd: ÓJ

Ferðaþjónustan er frumkvöðlagrein í atvinnulífinu. Hún byggist að stórum hluta á því að fólk með hugmyndir hrindi þeim í framkvæmd - láti draumana rætast. Að baki býr oft vilji til að skapa eigin atvinnutækifæri, nýta þekkingu sem viðkomandi hefur öðlast í lífinu - öðlast sjálfstæði, ráða eigin örlögum. Anna Melsteð fellur ágætlega inn í flokk frumkvöðla og hefur margskonar tengsl við ferðaþjónustuna. Eftir farsælan feril sem tæknimaður og vefstjóri hjá Ríkisútvarpinu stofnaði hún Anok margmiðlun ehf. Síðan tók hún sig upp með manninum sínum Sigurði Ragnari Bjarnasyni og þremur börnum og fluttist í Stykkishólm með fyrirtækið og gaf um tíma út bæjarblaðið Stykkishólms-Póstinn. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.