Flýta birtingu uppgjörs

Nú eru átján dagar frá því að Icelandair birti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung en það var ætlun stjórnenda Play að bíða með sitt uppgjör fyrir fjórðunginn fram til föstudagsins 26. ágúst. Nú hafa þeir hins vegar ákveðið að birta niðurstöðurnar fjórum dögum fyrr eða þann 22. ágúst.

Í tilkynningu segir að þessi breyting stafi af skilvirkari vinnu við uppgjör auk óhagræðis við að birta uppgjör eftir lokun markaða á föstudegi.

Fjárfestar þurfa því ekki að bíða eins lengi með að bera saman uppgjör keppinautanna tveggja og fá um leið sýn á afkomuna í Íslandsflugi á tímabilinu apríl til júní í ár.