Sigríður er á vaktinni eins og flesta daga en gefur sér svolitla stund til að ræða við Túrista um það hvernig er að reka gistiheimili og kaffihús í hjarta Stykkishólms. Síðustu næturgestir eru horfnir á vit nýrra ævintýra á Snæfellsnesi en kaffihúsið iðar af lífi. Hún tekur ekki af sér svuntuna. Eftir að Túristi hefur klárað úr súpuskál fáum við okkur kaffisopa og skoðum húsið sem heitir Sjávarborg og nú ber reksturinn sama nafn.
Þau hjónin Sigríður og Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri, eiga reksturinn en húsið að hluta með öðrum. Gistiheimilið var opnað 2013 undir öðru nafni en kaffihús 2018. Þá kom heimsfaraldurinn og spilin voru stokkuð upp: Úrbætur voru gerðar á sturtuklefum, eldhúsi, kaffihúsinu breytt og nýjar og afkastamiklar þvottavélar keyptar svo ekki þarf að kaupa þvott annars staðar - og nafnið Sjávarborg tekið upp. Þetta hafði verið hostel með móttöku við gamla skrifborð pabba Sigríðar. Nú tékka gestir sig inn og út við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu.

Sjávarborg er eina hreinræktaða kaffihúsið í Stykkishólmi. Kaffið er gott og svo er boðið upp á heimilislegt meðlæti. „Það vantaði virkilega kaffihús í bæinn. Þetta er skemmtilegt. Hingað kemur fólk af öllu tagi. Miklu meira er að gera á kaffihúsinu en við áttum von á.”
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.