„Heildarverðmæti Íslands sem ferðamannalands myndi aukast“

Friðrik Pálsson hefur átt langan og farsælan feril i ferðaþjónustu. Hótel Rangá hefur verið fullbókað frá því Ameríkuflug hófst að nýju eftir faraldurinn en hann vill sjá meiri dreifingu ferðamanna um landið. Í ítarlegu viðtali við Túrista ræðir hann stærstu verkefni ferðaþjónustunnar í landinu.

Friðrik Pálsson á Hótel Rangá Mynd: ÓJ

„Það er alvarlegasti vandi ferðaþjónustunnar í dag hversu lítið ferðamenn dreifast út á land. Væri íslensk ferðaþjónusta eitt fyrirtæki þá væri enginn vafi í mínum huga að hún myndi leggja í verulegar fjárfestingar úti á landi og um leið markaðssetningu til þess að tryggja að sú fjárfesting skilaði sér,“ segir Friðrik. Hann vill að horft verði meira á heildarhagsmuni ferðaþjónustunnar, það muni ekki koma niður á fyrirtækjum á suðvesturhorninu sem nú njóti mestrar velgengni.

„Ég er ekki í vafa um að ef við lítum fimm eða tíu ár fram í tímann og það tækist að efla ferðaþjónustuna fyrir norðan og austan með meiri uppbyggingu og lengra ferðatímabili, þá myndi það skila sér fyrir alla – líka fyrir okkur hér á Suðurlandi. Þetta myndi ekki koma niður á okkur. Heildarverðmæti Íslands sem ferðamannalands yrði meira.“

Viðtalið við Friðrik Pálsson í heild er aðgengilegt áskrifendum Túrista.