Samfélagsmiðlar

Horfurnar í fluginu óljósar fyrir veturinn

Mögulega minni eftirspurn eftir styttri utanlandsferðum í vetur vegna efnahagsástandsins.

kaupmannahof farthegar

Farþegar á Kaupmannahafnarflugvelli

Þrátt fyrir há fargjöld þá hefur eftirspurn eftir flugmiðum verið mikil í sumar. Tekjur af hverju sæti hafa því verið óvenjuháar eins og fram hefur komið í uppgjörum og eins í máli stjórnenda flugfélaga. Flugmiðarnir hafa einfaldlega selt sig sjálfir.

Það mun þó líklega reyna meira á markaðs- og sölufólk flugfélaganna á næstu misserum því horfurnar framundan eru ekki eins bjartar samkvæmt umfjöllun Financial Times í dag. Þar er sérstaklega vísað til versnandi ástands í hagkerfum heimsins. Þar með geti dregið úr þeirri uppsveiflu sem verið hefur í ferðageiranum að undanförnu.

Þá sérstaklega þegar kemur að bókunum á styttri utanlandsferðum yfir vetrarmánuðina líkt og fjármálastjóri Gatwick flugvallar í London bendir á í samtali við Financial Times. Blaðið hefur það svo eftir ónefndum stjórnanda evrópsks flugfélags að útlitið sé óljóst fyrir veturinn og búast megi við minni eftirspurn eftir borgarferðum.

Gangi það eftir þá gætu hlutabréf í flugfélögum dalað enn frekar en samkvæmt Financial Times hefur markaðsvirði evrópskra flugfélaga lækkað um fimmtán prósent að jafnaði í ár. Lækkunin er ennþá meiri hjá stærstu flugfélagasamteypum Evrópu. Til samanburðar hefur gengi Icelandair hins vegar hækkað um þrjú prósent í ár en lækkunin nemur nærri fimmtungi hjá Play.

Í grein Financial Times bendir hlutabréfagreinandi á að almennt kaupi fjárfestar ekki hlutabréf í flugfélögum þegar kreppa ríkir í efnahagslífinu. Greinandinn bætir því þó við að þrátt fyrir verri efnahagshorfur þá hafi stóru flugfélögin ekki gefið neitt út um að eftirspurn hafi dregist saman.

Forstjóri hins nýja norska flugfélags Norse spáir því að fólk muni setja ferðalög í forgang en ekki kaup á nýjum heimilistækjum. Og sérfræðingar greiningafyrirtækisins Moody´s sjá heldur ekki fyrir sér að tekjur flugfélaga falli í líkingu við það sem hefur gerst í kreppuástandi á árum áður. Skýringin á því liggi meðal annars því óvenjulega ástandi sem ferðatakmarkanir á tímum Covid-19 ollu.

Nýtt efni

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …