Samfélagsmiðlar

Ráðherra bregst við gagnrýni

Ferðamálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að það sé forgangsmál í ráðuneyti sínu að móta nýja aðgerðaáætlun á sviði ferðamála. Framkvæmdastjóri Eldingar - Hvalaskoðunar og stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans gagnrýndi einmitt í viðtali við Túrista í gær áhugaleysi stjórnvalda og að ekkert bólaði á slíkri áætlun.

Morgunblaðið, 27.8.2022

Grein Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, í Morgunblaðinu er með fyrirsögninni „Ferðaþjónustan styrkir ytri stöðu íslenska þjóðarbúsins.“ Þar er bent á að nú að loknum heimsfaraldri sé það enn á ný ferðaþjónustan sem drífi áfram hagvöxt í landinu. Ráðherra segir að áfram sé gert ráð fyrir „kröftugum bata“ í ferðaþjónustunni en viðurkennir að í verðlagshækkunum og verðbólgu felist vissulega áskoranir.

Í viðtali sem Túristi birti daginn áður en grein ráðherrans kom fyrir augu lesenda Morgunblaðsins gagnrýnir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar, aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustunnar. Auk þess að reka Eldingu er Rannveig formaður Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og er stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans. „Það er þetta áhugaleysi hjá ríkisvaldinu. Okkur líður þannig að fókusinn sé farinn. Nú sé ferðaþjónustan komin á fullt, erfiðleikarnir að baki, við búin að jafna okkur. En þetta gerist ekki á þremur mánuðum. Farið var í stefnumótun og mikla vinnu fyrir þremur árum en ekki er komin nein aðgerðaáætlun! Við höfum mjög kallað eftir aðgerðaáætlun en fáum lítil svör. Engi merki eru um það yfir höfuð að verið sé að vinna slíka áætlun.” Þessu svarar ráðherra með sínum hætti í Morgunblaðinu – án þess að nefna einu orði gagnrýni Rannveigar:

„Eitt helsta forgangsverkefnið nú í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti er að móta nýja og öfluga aðgerðaáætlun á sviði ferðamála á grunni Framtíðarsýnar og leiðarljóss íslenskrar ferðaþjónustu til 2030. Þar er lögð áhersla á sjálfbærni á öllum sviðum.“

Lilja minnist ekki á hvalveiðar í grein sinni í Morgunblaðinu en fyrr í sumar kom fram sú skoðun hennar að hún teldi ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða til að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Í viðtalinu við Túrista ítrekaði Rannveig óánægju sína með þessa afstöðu ráðherra ferðamála og sagði að „það væri mikilvægt skref í umhverfis- og sjálfbærnimálum“ að hætta hvalveiðum.

„Ísland væri að taka afstöðu. Stjórnvöld hafa ekki hleypt hvalaskoðunarfyrirtækjunum að borðinu hjá Alþjóða hvalveiðiráðinu, sem fjallar þó um hvalaskoðun og áhrif þeirra á hvali í heiminum. Ísland viðurkennir hinsvegar ekki að hvalaskoðun sé nýting.“  

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …