Lengi vel skiptu Icelandair og Wow Air markaðnum í höfuðborg Bandaríkjanna á milli sín með þeim hætti að það fyrrnefnda gerði út frá Dulles flugvelli en Wow Air fókusaði á Baltimore-Washington flugvöll. Báðir eru álíka langt frá miðbæ Washington borgar.
Sumarið 2018 skoraði Icelandair svo keppinaut sinn á hólm í Baltimore en hrökklaðist þaðan eftir eina mislukkaða sumarvertíð. Árið eftir fór Wow Air á hausinn.