Samfélagsmiðlar

Skuldirnar um áttatíu milljónir króna á hvert herbergi

Stjórnarformaður Lindarvatns segir að tekjur félagsins muni standa undir skuldbindingum en þær tvöfölduðust milli 2019 og 2021.

NASA salurinn er hluti af hótelbyggingunni sem senn verður tekin í notkun við Austurvöll.

Það tókst ekki að opna nýtt hótel á vegum Icelandairhótelanna við Austurvöll á þessari sumarvertíð eins og upphaflega stóð til. Það er félagið Lindarvatn sem á hótelbyggingunni en Icelandair Group á helminginn í því félagi á móti fjárfestingafélaginu Dalsnesi.

Malasíska samsteypan Berjaya tók ekki yfir helmings hlut flugfélagsins í Lindarvatni þegar rekstur og fasteignir Icelandairhótelanna voru keyptar af Icelandair Group fyrir þremur árum síðan.

Síðan þá hafa skuldir Lindarvatns tvöfaldast og námu þær 12,7 milljörðum króna í lok síðasta árs samkvæmt ársreikningi.

Á hótelinu verða 163 herbergi og skuldastaðan jafngilti þá 78 milljónum á hvert herbergi um síðustu áramót. Samkvæmt því sem Túristi kemst næst er það um 30 til 50 milljónum kr. hærri upphæð en almennt þekkist á hótelum í höfuðborginni. Hið fimm stjörnu Marriott Edition við Hörpu er þó undanskilið.

Helmingur skulda Lindarvatns, 6,2 milljarðar, er við eigendur byggingarinnar og nam krafa Icelandair á Lindarvatn 2,3 milljörðum króna í síðasta ársreikningi félagsins. Til samanburðar þá skilaði Icelandair síðast hagnaði árið 2017 og nam hann þá tæpum fjórum milljörðum króna.

Spurður um skuldastöðu Lindarvatns þá fullyrðir Árni Helgason, stjórnarformaður félagsins, að tekjur þess standi undir skuldbindingunum. Í skriflegu svari til Túrista bætir Árni því við að eigendur byggingarinnar líti á verkefnið sem langtímafjárfestingu og að leigusamningar séu til langs tíma.

Auk Icelandairhótelanna þá leigir Míla aðstöðu í gamla Landsímahúsinu en í fyrra námu leigutekjur Lindarvatns 114 milljónum króna. Gera má ráð fyrir að þar séu á ferðinni leigugreiðslur frá Mílu því ennþá er enginn hótelrekstur í byggingunni sem fyrr segir.

Árni segir þó leigutaka og leigusala vinna náið saman á lokametrunum að opnun hótelsins en hún hafi tafist af ýmsum ástæðum, einkum vegna ytri aðstæðna að hans sögn. Það er þó sérstaklega tekið fram í ársreikningi síðasta árs, sem skrifað var undir í júní sl., að heimsfaraldurinn hafi haft óveruleg áhrif á framkvæmdir.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …