Þurfa áfram að takmarka flugumferðina

Mynd: Heatrow

Stjórnendur Heathrow flugvallar í London ætla áfram að takmarka umferðina um flugvöllinn við 100 þúsund brottfararfarþega á dag. Þessi regla var sett á fyrr í sumar til að bregðast við endurtekinni örtöð í flugstöðinni sem rekja mátti til skorts á starfsfólki. Vegna ástandsins þurfti ítrekað að aflýsa flugferðum til og frá þessum stærsta flugvelli Bretlands.

Upphaflega stóð til að leggja niður þessar takmarkanir nú í lok sumars en af því verður ekki samkvæmt tilkynningu frá Heathrow. Þar segir að nauðsynlegt sé að framlengja regluna fram í lok október og þannig tryggja að flugáætlanir standist.

Bæði British Airways og Icelandair halda úti flugi héðan til Heathrow.