Um 30 þúsund í ferðaþjónustu

Ferðamenn við Námaskarð. Mynd: Iceland.is

Fjöldi starfsfólks í einkennandi greinum ferðaþjónustu nam 29.067 í maí síðastliðnum. Þetta er aukning um 62 prósent frá því í maí í fyrra samkvæmt úttekt Hagstofunnar. Flestir vinna við veitingasölu og þjónustu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Eins og gefur að skilja má gera ráð fyrir að starfsfólk í ferðageiranum hafi fjölgað nú í sumar í takt við aukinn ferðamannastraum.