Vínstúkan sem breytir öllu

Elsti veitingastaðurinn í Stykkishólmi, Narfeyrarstofa, hefur tekið í notkun nýja og glæsilega vínstúku í útgröfnum kjallara gamla hússins. Um leið verður til nýr inngangur á veitingastaðinn. Túristi spjallaði við Sæþór Þorbergsson, veitingamann, sem segir þessa viðbót breyta öllu fyrir veitingahúsið og sé góð viðbót fyrir bæinn.

Kjallarinn undir Narfeyrarstofu Mynd: ÓJ

Kjallarinn undir Narfeyrarstofu er undur á að líta. Á veggjum mætast gamlar hleðslur sem voru undir húsinu og svo blasir við þversnið af berginu undir þeim. Birtan er notaleg, áklæði stóla og bekkja í mjúkum litum, borðplötur úr grænleitum marmara, pússaðir veggir grámálaðir. Þetta er glæsileg vínstúka.

Sæþór Þorbergsson kallar sig bryta í símaskránni. Mér þykir því við hæfi að nefna þessa viðbót við Narfeyrarstofu vínstúku frekar en bar eða ölkrá. Sæþór og kona hans Steinunn Helgadóttir eiga og reka staðinn og hafa gert frá 2001.

Sæþór í nýju vínstúkunni - Mynd: ÓJ

Þarna niðri er nú orðinn til móttökusalur veitingahússins, vínstúka, kokteilstofa, staður fyrir fólk að hittast, fá sér drykk og spjalla. Sæþór segir mikinn létti að hætta móttöku gesta beint inn á miðhæðina. Það sé léttara fyrir starfsfólk og skapi meiri frið fyrir sitjandi gesti. Mikið áreiti hafi verið við útidyrnar, hurðaskellir og fólk að bíða eftir sæti. Nú geti fólk beðið í kjallaranum. „Þetta breytir öllu,” segir Sæþór.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.