Samfélagsmiðlar

38 milljarðar í veitingar

Kortavelta í veitingageiranum á nýliðnu sumri var miklu meiri en áður. Íslensk kort standa undir meirihluta viðskiptanna.

Horft yfir salinn á veitingahúsinu Kastrup við Hverfisgötu.

Þrátt fyrir að Íslendingar hafi á nýjan leik fjölmennt til útlanda í sumarfríinu þá jókst notkun íslenskra greiðslukorta í veitingageiranum hér á landi umtalsvert nú í sumar. Í heildina nam innlenda kortaveltan 23 milljörðum króna sem er viðbót um rúma tvo milljarða kr. frá því í fyrrasumar. Til viðbótar tvöfaldaðist notkun erlendra greiðslukorta í takt við aukin straum erlendra ferðamanna hingað til lands.

Í heildina gerðu viðskiptavinir veitingageirans því upp reikninga upp á um 38 milljarða króna með greiðslukortum samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þetta jafngildir aukningu um 39 prósent frá sumrinu 2019 en verðlag hér á landi hefur að meðaltali hækkað um 18 prósent frá þeim tíma.

Kortanotkun í veitingageiranum hefur því aukist langt umfram almennar verðalagshækkanir.

Og það eru heimamenn sjálfir sem standa undir meirihluta veltunnar sem fyrr. Íslensk kort voru þannig nýtt til að greiða fyrir sex af hverjum tíu krónum sem rukkaðar voru fyrir veitingar. Þetta er álíka hlutfall og var áður kórónuveirufaldurinn hófst eins og sjá má á neðra grafinu.

Nýtt efni

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …