Samfélagsmiðlar

Ættum að hafa áhyggjur ef tölurnar eru réttar

Lystiskip við Skarfabakka

Túristar við Skarfabakka.

Til að meta ganginn í ferðaþjónustunni hér á landi er aðallega horft til þriggja talnasafna sem koma frá ólíkum aðilum. Ferðamálastofa og Isavia telja brottfararfarþega í Leifsstöð, Hagstofan birtir gistináttatölur og Rannsóknarsetur verslunarinnar safnar saman tölum um erlenda greiðslukortanotkun.

Þessir þrír mælikvarðar hafa að undanförnu sýnt að nú dvelja útlendingar lengur á landinu og eyða meiru en þeir gerðu á sama tíma árið 2019. Þetta er alla vega stóra myndin sem stjórnvöld og forsvarsfólk ferðaþjónustunnar vísar reglulega til.

Þegar rýnt er í tölurnar kemur hins vegar í ljós að notkun breskra greiðslukorta hefur verið rétt rúmlega helmingur af því sem var á sama tíma árið 2019. Samt fljúga álíka margir Bretar frá Keflavíkurflugvelli og áður og þeir bóka fleiri gistinætur á íslenskum hótelum. Gistináttatölur Hagstofunnar og talning Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli sýna sambærilega þróun en kortaveltutölur Rannsóknarseturs verslunarinnar stinga í stúf eins og hér má sjá.

Ef tölurnar sýna þá þróun sem verið hefur þá er ástæða tilefni til að hafa áhyggjur af komandi vetri því vægi breskra ferðamanna er hátt á þeim tíma árs. Bretar stóðu undir um fjórðungi af erlendu kortaveltunni veturinn fyrir Covid-19 en hlutfallið nú í sumar var rétt um fimm prósent.

Skýringin á því því lága hlutaflli liggur meðal annars í því að aðrar þjóðir eyða meiru en áður eins og þetta graf sýnir.

Í svari Rannsóknarseturs verslunarinnar, við fyrirspurn Túrista um þessar breytingar, segir að ekkert í gögnum þeirra skýri samdráttinn hjá Bretum. Á það er þó bent í svarinu að þróunin geti ráðist af breyttum ferðamannahópi, annarri neysluhegðun eða breyttum greiðsluleiðum.

Það eru fleiri atriði sem gætu skýrt þessi ört minnkandi kortaveltu Breta en samdrátturinn er það mikil að segja má aðkallandi að finna skýringuna. Það er nefnilega von á 20 til 40 þúsund Bretum hingað til lands á mánuði í vetur og ef kortaveltan hefur fallið úr nærri 300 þúsund krónum niður í 170 þúsund krónur á hvern Breta þá eru ríflega tíu milljarðar króna undir.

Þess má geta að Túristi hefur áður bent á að kortaveltutölurnar eru ekki eins góð heimild og áður var. Skýringin er helst sú að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa flutt viðskipti sín frá íslenskum færsluhirðum síðustu misseri. Vegna þessa sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, mikilvægt að gera grein fyrir þessum breytingum sem orðið hafa.

„Það ætti að koma skýrt fram að gögnin ná ekki til allrar kortaveltu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja heldur aðeins þeirra sem skipta við íslenska færsluhirða. Um leið þyrfti að leggja mat á hvað vanti upp á. Erum við þar að tala um 10 eða 20 prósent?,” sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, hér á síðum Túrista í júlí síðastliðnum.

Nýtt efni

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …