Vesturferðir (West Tours) hafa aðsetur í Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7, á Ísafirði. Þessi vestfirska ferðaskrifstofa verður 30 ára á næsta ári. Starfsfólk Vesturferða tekur á móti stórum hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem koma til Ísafjarðar, selur ferðafólki báts- og gönguferðir um Hornstrandir, í Jökulfirði og víðar - og klæðskerasniðnar sérferðir og afþreyingu fyrir þá sem til þeirra leita um aðstoð við að njóta góðra daga á Vestfjörðum.

Guðmundur tók við starfi framkvæmdastjóra Vesturferða í janúar. Hann stýrði fyrirtækinu raunar árið 2005 en þá var reksturinn mun umfangsminni. Áður en Guðmundur snéri aftur vestur hafði hann aflað sér reynslu í ferðaþjónustu víða, starfaði m.a. hjá Heklu Travel í Kaupmannahöfn. Síðast var hann fjármálastjóri við Háskólann á Hólum. Næsta verkefni er að auka hlut Vesturferða í almennri ferðasölu - og viðhalda auðvitað því mikilvægasta: þjónustunni við erlendu skemmtiferðaskipin, en ferðum þeirra um hina fögru Vestfirði fjölgar stöðugt.
Umsvif hjá Vesturferðum hafa vaxið mjög á síðasta áratug, ef undanskilin eru Covid-árin. Í sumar voru þrír heilsársstarfsmenn og tveir sumarstarfsmenn við störf. Mesti vöxturinn hefur verið í þjónustu við skemmtiferðaskipin og er hún orðin stór hluti af rekstri ferðaskrifstofunnar. Vænst er 117 skipakoma til Ísafjarðar á tímabilinu frá apríl til októberbyrjunar. Með þessum skipum koma um 177 þúsund manns, farþegar og áhafnir. Þetta er svipað og árið 2019. Met hefði verið slegið ef ekki hefði brostið á leiðindaveður á dögum þegar vænst var skipa sem urðu frá að hverfa.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.