Bannað að mæta á einkaþotu eða þyrlu í útförina

Einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli. MYND: ÓÐINN JÓNSSON

Þeir þjóðhöfðingar sem ætla að vera viðstaddir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar hafa verið beðnir um að nýta sér áætlunarflug í stað þess að flúga með einkaþotu til Bretlands. Einnig verður gestunum bannað að nýta sér þyrluferðir eða notast við eigin bifreiðar í London. Allir verða einfaldlega fluttir að Westminster Abbey með rútu en þar fer útförin fram þann 19. september.

Þessar reglur þýða meðal annars að forseti Bandaríkjanna verður að skilja bílaflota sinn eftir í Washington ætli hann að mæta í jarðaförin að því fram kemur í netmiðlinum Politico.

Þar kemur jafnframt fram að búist er við það miklu fjölmenni í útförina og því fær hvert ríki aðeins úthlutað tveimur sætunum í kirkjunni, einu fyrir þjóðhöfðingjann og öðru fyrir maka.

Daginn fyrir athöfnina mun Karl þriðji, nýr konungur Breta, taka á móti erlendu gestunum í Buckingham Palace.