„Ég held að Vestfirðir eigi gríðarlega mikið inni“

„Þó að malarvegir séu sjarmerandi, þá munum við á næstu fimm árum upplifa byltingu með hringtengingu Vestfjarða,” segir Halldór Halldórsson í Ögri, sem rekur ferðaþjónustu í sumarfríum með systkinum sínum. Hann telur að ferðaþjónustan þyrfti að birtast á faglegri hátt út á við.

Halldór Halldórsson við Reykjavíkurhöfn Mynd: ÓJ

Fjölskyldufyrirtæki eru algeng í ferðaþjónustu á Íslandi og eitt þeirra er Ögur ehf., sem stofnað var 2011 af sjö systkinum frá Ögri við Ísafjarðardjúp og móður þeirra. Áður höfðu systkinin unnið stefnumótunarvinnu með það að markmiði að byggja upp ferðaþjónustu í Ögri. Nú rúmum áratug síðar bjóða Ögurferðir (Ögur Travel) ferðafólki margskonar afþreyingarmöguleika: kajakferðir um Djúpið, gönguferðir og veitingar í Gamla samkomuhúsinu í Ögri, þar sem fræg böll eru haldin - Ögurböllin. Konur frá Ísafirði starfrækja kaffihúsið.

Túristi mælti sér mót með einu systkinanna úr Ögri, Halldóri Halldórssyni, sem áður var bæjarfulltrúi í Grindavík, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða, bæjarstjóri á Ísafirði, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi í Reykjavík. Það má kannski rekja rætur Ögurferða að einhverju leyti til Ísafjarðarára Halldórs, þar sem hann hóf að róa með kajakklúbbnum og tók síðan að sér leiðsögn einstaka sinnum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í bænum. Svo árið 2011 var komið að því að láta draumana rætast. 

„Hugmyndin var alltaf sú að finna aðferð til að glæða Ögur meira lífi. Þar var hefðbundinn búskapur að leggjast af þegar við systkinin vorum að ræða þetta. Við vildum líka finna leið fyrir okkur sjálf til að geta verið meira í Ögri. Þróunin hefur orðið sú að þetta er sumarfrísvinna,” segir Halldór. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.