Ennþá er Boeing í vandræðum með Max þoturnar

Fyrsta eintakið af Boeing Max10 var framleitt árið 2019 en forstjóri flugvélaframleiðandans gerir ekki ráð fyrir að þoturnar fái samþykki flugmálayfirvalda í ár. MYND: BOEING

Óhætt er að segja að framleiðsla á farþegaþotum hjá Boeing hafi einkennst af alvarlegum göllum síðastliðinn áratug eða svo. Í ársbyrjun 2013 voru allar þær Dreamliner þotur sem komnar voru í notkun kyrrsettar eftir að vandamál komu upp í rafgeymum vélanna. Flugbannið varði í rúma þrjá mánuði og enn þann dag í dag fylgjast flugmálayfirvöld vestanhafs óvenju náið með framleiðslu á þessari tegund farþegaþota. Vandamálin heyra nefnilega ekki sögunni til og það sama má segja um Boeing Max þoturnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.