Batinn á hótelunum í Reykjavík hefur ekki verið eins hraður og í Kaupmannahöfn eftir heimsfaraldur. Á fyrri helmingi ársins voru gistinæturnar á hótelum höfuðborgarinnar 89 prósent af því sem var á sama tíma árið 2019. Í samanburði við metárið 2018 þá nam batinn 84 prósentum.