Samfélagsmiðlar

Færri tonn af flugfrakt skrifast ekki á minni eftirspurn

Icelandair flutti minna af vörum nú í sumar en á sama tíma í fyrra. Umsvifin félagsins munu þó að aukast á næstunni með stærri flota og nýjum áfangastöðum. Framkvæmdastjóri Icelandair Cargo segir það alltaf hafa verið ljóst að uppsveiflan í heimsfaraldrinum hafi verið tímabundin.

Breytingum á breiðþotu Icelandair úr farþegavél í fraktvél er á lokametrunum. Önnur slík er svo væntanleg.

„Samdráttur í frakt síðustu mánuði skrifast fyrst og fremst á minna framboð á fraktrými hjá okkur, sérstaklega alla leið frá Evrópu til Norður-Ameríku, en ekki minnkandi eftirspurn,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður út í minni fraktflutninga nú í sumar. En í tonnum talið flutti félagið 13 prósent minna nú í sumar en sumarið 2021. Samdrátturinn nam 9 prósentum þegar borið er saman við sumarið 2019.

Gunnar Már bendir á að reglubundið viðhald á annarri af fraktvélum félagsins hafi tekið lengri tíma en áætlað var og eins hafi þurft að draga úr notkun á breiðþotum í flugi til Amsterdam vegna takmarkaðrar afkastagetu hollenska flugvallarins. 

„Ein fraktvél á þessum markaði og minna framboð á farþegaflugi í breiðþotum, sem taka mikla frakt, dró verulega úr möguleikum okkar á flutningum alla leið yfir Atlantshafið. Minni fiskkvóti hafði svo áhrif á eftirspurn í júlí og ágúst en það voru samt óveruleg áhrif. Kvótárið byrjaði í september og við sjáum strax góð viðbrögð á markaðinum fyrir útflutning á sjávarafurðum.“

Var tímabundin vertíð með hærra verði og takmörkuðu framboði

Eitt stærsta vöruflutningafyrirtæki heims, FedEx, tilkynnti í síðustu viku um niðurskurð á starfseminni og verður elstu fraktflugvélum félagsins lagt. Um er að ræða gamlar og eyðslufrekar þotur sem áformað hafði verið að leggja áður en heimsfaraldurinn hófst í byrjun árs 2020 en í kjölfarið jókst eftirspurn eftir vöruflutningum mikið. 

Spurður um þessar breytingar hjá FedEx þá bendir Gunnar Már á að stríð í Evrópu, hærri verðbólga og fleira hafi áhrif. Ennþá sé þó nægur markaður fyrir vöruflutninga yfir Atlantshafið og Icelandair Cargo sé áfram stefnt á að aukið framboð, til að mynda með reglulegu fraktflugi til Los Angeles líkt og Túristi greindi frá í sumar

„COVID uppsveiflan var auðvitað bara tímabundin vertíð eins og við gerðum okkur öll grein fyrir. Verðið fór upp margfalt vegna mikillar eftirspurnar sem m.a. mátti rekja má til flutninga á bóluefnum, grímum og fleiru sem tengdist faraldrinum. Á sama tíma jókst netverslun mikið. Framboðið dróst líka mjög mikið saman því um helmingur af flutningum á frakt fer fram í farþegaflugi. Verðið hækkaði um nokkur hundruð prósent á flestum mörkuðum og líka í skipaflutningum þar sem hækkunin var jafnvel enn meiri hlutfallslega. Þannig að ljóst var allan tímann að þetta myndi ganga til baka að einhverju leyti en samt eru margir á því að verðið í framtíðinni verði hærra en fyrir COVID.“

Breytingum á breiðþotu að ljúka

Fraktvélafloti Icelandair fer nú stækkandi en um síðustu helgi kom önnur af Boeing 767 breiðþotum félagsins til landsins eftir að hafa verið breytt úr farþegavél í flutningavél. Sú breyting fór fram í Singapúr en nú tekur við frekari uppfærsla á flugvélinni hér á landi en Gunnar Már segist reikna með að hún verði komin í notkun frá og með 1. nóvember og félagið verði þá með fjórar fraktvélar í flotanum. 

„Við erum bjartsýn á framtíðina en í þessum bransa sveiflast eftirspurnin fram og til baka út af ýmsum ástæðum í allar áttir. Þetta þekkjum við og erum með það bak við eyrað í öllum okkar plönum.“

Leggja nú meiri áherslu á Liege

Sem fyrr segir hefur afkastageta flugvallarins í Amsterdam komið niður á möguleikum Icelandair í fraktfluti þaðan. Og það stefnir í að áfram verði takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að fljúga breiðþotum til hollensku höfuðborgarinnar. Það vegur upp á móti að Icelandair Cargo hefur verið að fjölga ferðunum umtalsvert til Liege í Belgíu og segir Gunnar Már að markaðurinn í belgísku borginni sé að miklu leyti sá sami og í Amsterdam fyrir fraktflutninga.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …