Samfélagsmiðlar

Ferðamarkaðir í Asíu taka við sér

Bandaríkjamenn sýna Asíuferðum mikinn og vaxandi áhuga. Það hjálpar að dollarinn er sterkur. Flugferðir eru hinsvegar dýrar og jafnvel vandfundnar.

Engir vestrænir túristar á Kínamúrnum þetta árið.

Ekki er lengur hægt að tala um að Asíumarkaðurin sé harðlæstur ferðafólki. Kína er vissulega lokað og munar um minna en Japan er að opnast betur í október. Haft er eftir sölustjóra ferðaskrifstofunnar Kensington Tours í The New York Times að mánaðarleg sala Asíuferða sé 80 prósentum meiri en á sama tíma árið 2019 og því sé óhætt að segja að eyðimerkugöngu ferðaskipuleggjenda sem hófst með kórónafaraldrinum sé lokið. Fólk bóki í ferðir til Tælands þrátt fyrir regntímann, líka til Kóreu, Víetnams – og hoppi á síðustu stundu í flug til Indlands. Auðvitað ber markaðsstjóri á ferðaskrifstofu sig vel en óhætt er að segja að merki séu um að nú fari að sjá fyrir endann á tveggja ára ferðakreppu í Asíu. Töluvert vantar þó upp á að markaðsaðstæður séu orðnar viðlíka þeim sem voru fyrir heimsfaraldurinn.

Verð á flugmiðum milli Bandaríkjanna og Asíulanda er 50 prósentum hærra nú en árið 2019 þegar nægt framboð var á ódýrum flugferðum. Þar sem Kína er enn lokað land, ekkert flogið til Sjanghæ, Taipei eða Beijing, hefur dregið mjög úr verðsamkeppni í Asíu. Það vantar markaðshvatana sem sáu til þess að verðið héldist lágt. The New York Times vitnar í greiningafyrirtækið Cirium sem fundið hefur út að áætlunarferðir milli Bandaríkjanna og Asíu voru 54 prósentum færri í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði 2019. Viðskiptatengdar flugferðir milli Bandaríkjanna og Kína héldu mjög niðri verði á Asíuflugi almennt. Fólk gat nýtt sér ódýrt flug til Beijing og flogið þaðan til Hanoí eða Balí. Nú er þessi tenging ekki í boði. Blaðið hefur eftir Scott Keyes sem sérhæfir sig í að finna ódýrustu flugferðirnar hverju sinni að nú sé maður heppinn að sleppa með að borga 30 til 40 prósentum meira fyrir flugmiðann en 2019 og að ekki séu líkur á að þetta breytist fyrr en Kínamarkaðurinn opnist að nýju.

Ein afleiðing af minna framboði flugferða á bærilegu verði til Asíu er sú að verð fyrir gistingu og þjónustu á jörðu niðri hefur lækkað. Margir bítast um færri viðskiptavini. Almennt er sagt að hótelverðið sé sjö prósentum lægra en 2019 og nóg sé af hótelherbergjum fyrir innan við 100 dollara nóttin í Kambódíu, Laos, Malæsíu, Tælandi, Indlandi, Víetnam og á Filippseyjum.

Svo eru það siglingar skemmtiferðaskipanna, sem ýmsir hafa nýtt sem hagkvæma leið til að heimsækja mörg Asíulönd í einni ferð. Vegna heimsfaraldursins og lokana af hans völdum hafa mörg skipafélaganna frestað Asíuferðum fram á næsta ár – mörg bjóða Asíuferðir í fyrsta lagi um haustið 2023.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …