Samfélagsmiðlar

Fjögur ESB-ríki vísa rússnesku ferðafólki burt

Landamærabærin Narva í Eistlandi

Pólland, Eistland, Lettland og Litáen hófu þessar aðgerðir gegn komum Rússa á mánudag en Finnland hefur ekki enn gripið til sömu ráðstafana. Finnar takmarka þó komur rússnesks ferðafólks með því að bóka færri viðtöl vegna beiðna um vegabréfsáritun. 

Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa stöðugt hert refsiaðgerðir gegn Rússum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar síðastliðinn. Allt flug frá Rússlandi hefur verið bannað, aðeins er hægt að ferðast frá Rússlandi með lestum eða akandi, og fyrr í mánuðinum voru sett mörk á útgáfu ferðaheimilda um Schengen-svæðið. 

Aðgerðir Póllands og Eystrasaltsríkjanna beinast gegn rússnesku ferðafólki en andófsfólk sem óskar landvistar, bílstjórar vöruflutningabíla, flóttamenn og allir sem eiga lögheimili í Evrópusambandslöndum og þeir sem ætla sannanlega að heimsækja ættingja, eru undanskildir banni um að fara yfir landamærin.

Reuters-fréttastofan segir frá því að á sunnudagskvöld hafi Rússar hópast í gegnum eistneska landamærabæinn Narva áður en nýju reglurnar tóku gildi. Níu af hverjum tíu íbúm bæjarins eru rússneskumælandi. Margir Rússar sem sótt hafa vinnu eða eru á annan hátt háðir nánum samskiptum þvert á landamæri eru nú uggandi um sinn hag.

Eystrasaltsríkin þrjú, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum en eiga nú aðild að Evrópusambandinu, eru afdráttarlaus í afstöðu til innrásar Rússa í Úkraínu. Lettneski utanríkiráðherrann, Edgar Rinkevics, sagði í færslu á Twitter á dögunum: „Rússar, reynið ekki að koma yfir landamærin. Þið eruð ekki velkomin – þið verðið að hætta stríðsrekstri gegn Úkraínu og hverfa á brott úr landinu fagra.”

Á sama tíma hafa ráðamenn í Berlín og París lagst gegn ferðabanni Rússa og sagt að það myndi ekki hafa tilætlaðan árangur. Þá hafa stjórnvöld í Finnlandi sagt að framtíð Schengen-samkomulagsins sé í húfi. Það gangi ekki upp að sum aðildarríkin veiti Rússum ferðaheimild á meðan önnur geri það ekki.

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, lýsti áhyggjum af þessum klofningi innan Evrópusambandsins. Ljóst væri að rússneskt ferðafólk myndi nú streyma í átt að finnsku landamærunum.

Það eru sem sagt enn göt á girðingunni sem aðskilur rússnesku árásarþjóðina frá vestrinu. 

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …