Hægir á straumnum?

Myndir: ÓJ

Það stytti upp í Reykjavík á fimmtudag og sólin hefur skinið síðan. Vonin lifir um notalega haustdaga.

Erlendir túristar eru enn áberandi í miðborginni en þeim hefur heldur fækkað.

Nú er að sjá hvernig þróunin verður næstu vikurnar í komum farþega til landsins. Háannatíðin er brátt að baki en eftir á að koma í ljós hvernig haustferðalangar skila sér til Íslands.

Túristi segir frá því í dag að í nýliðnum mánuði hafi að jafnaði verið farnar 82 áætlunarferðir á dag, einni fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þá var Wow Air horfið af vettvangi og samdráttur verulegur í fluginu. Ef hinsvegar er tekið mið af ágústmánuði árin tvö fyrir Covid-19, 2017 og 2018, þá vantar enn töluvert upp á að jafnaðar séu komur farþega til landsins eða um fimmtung. Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði.

Mörgum í ferðaþjónustunni þykir reyndar alveg nóg komið af álagi. Heimsfaraldur og skortur á starfsfólki hefur gengið nærri mannskapnum í greininni. Margir eru lúnir eftir sumarið og bíða þess að komast í sumarfrí. Öll viljum við vera túristar.