Hlutabréfin í Icelandair ofan í „skúffu í skattaparadís“

Hlutabréf langstærsta hluthafans í Icelandair eru skráð á írskt félag með enga eiginlega starfsemi. Formaður bankaráðs Seðlabankans segir aðspurður að mikilvægt sé að loka fyrir glufur sem skattaskúffur búa til.

Hlutur stærsta hluthafa Icelandair jafnast á við eign níu stærstu lífeyrissjóðanna á hluthafalista flugfélagsins. MYND: DENVER AIRPORT

Botninn datt úr rekstri flugfélaga þegar Covid-19 breiddist út um heiminn í ársbyrjun 2020. Í framhaldinu fengu þau flest einhverskonar ríkisstuðning enda fóru fá flugfélög á hausinn í heimsfaraldriunum þrátt fyrir gríðarlegt tekjutap.

Í sumum tilvikum keypti hið opinbera hlutabréf í flugfélögunum og sú leið var til að mynda farin í Þýskalandi. Þar eignaðist þýska ríkið fimmtung í Lufthansa samsteypunni sem seldur hefur verið í pörtum síðustu misseri. Í vikunni losuðu Þjóðverjar sig við síðustu bréfin í flugfélaginu og samkvæmt frétt Financial Times hagnaðist þýska ríkið um 760 milljónir evra eða um 106 milljarða króna á viðskiptunum með bréfin í Lufthansa.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.