Samfélagsmiðlar

Icelandair horfir til rafvæðingar í innanlandsflugi

Tölvuteikning af hinni þrjátíu sæta flugvél sem Icelandair stefnir á að taka í notkun fyrir lok áratugarins.

Icelandair skrifaði nú í viklulokin undir nýja viljayfirlýsingu við Heart Aerospace í tengslum við rafmagnsflugvél sem fyrirtækið vinnur að. Fulltrúar Icelandair verða jafnframt hluti ráðgjafanefndar sem sænski flugvélaframleiðandinn hefur sett á fót. Í ráðgjafanefndinni eru auk Icelandair fulltrúar frá flugfélögum, flugvélaleigum og flugvöllum. Ráðgjafanefndinni er ætlað að tryggja að flugvélin henti þörfum notenda sem best. Þannig er stuðlað að því að orkuskipti flugsamgangna geti hafist sem fyrst að því segir í tilkynningu.

Flugvélin sem Heart Aerospace vinnur nú að er 30 sæta tvinnvél, ES-30 sem stjórnendur Icelandair telja að nýtist vel í innanlandsflug hér á landi. Flugfélagið hafði áður skrifað undir viljayfirlýsingu um 19 sæta rafmagnsflugvél frá Heart Aerospace en þessi nýja mun koma í stað hennar.

„ES-30 er 30 sæta farþegavél búin hljóðlátum rafmagnshreyflum sem geta einnig gengið fyrir sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Á skemmri flugleiðum gæti vélin gengið eingöngu fyrir rafmagni og þar með gert kolefnislaust innanlandsflug að veruleika. Á lengri flugleiðum gæti vélin gengið fyrir blöndu rafmagns og sjálfbærs flugvélaeldsneytis. Drægni vélarinnar verður um 200 km með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 km með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 km með 25 farþega. Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun. Heart Aerospace gerir ráð fyrir að flugvélin verði komin í notkun árið 2028,“ segir í tilkynningu,

„Markmið okkar er að rafvæða flug á styttri flugleiðum, en það gerum við ekki ein. Það er sameiginlegt verk margra aðila að gera flug kolefnislaust. Með samstarfinu getum við haft áhrif á alla virðiskeðjuna, allt frá því að framleiða umhverfisvænni flugvélar, til þess að gera flugvelli aðgengilegri fyrir umhverfisvænar vélar. Þannig gerum við flug þægilegra, ódýrara og sjálfbærara fyrir almenning,“ skrifar Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, í tilkynningu.

Þar er haft eftir Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair að það sé sönn ánægja að útvíkka samstarfið við Heart Aerospace.

„Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um að minnka losun í starfsemi okkar og einn þáttur í því er að stuðla að framþróun nýrrar tækni. Vegna stuttra flugleiða og góðs aðgangs að umhverfisvænni orku er Ísland í einstakri stöðu til þess að gera innanlandsflug kolefnislaust. Heart Aerospace stefnir á að fyrsta flugvélin verði komin í notkun á þessum áratug. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur hjá Icelandair að taka þátt í þróuninni og greiða þannig leiðina til orkuskipta í flugi,“ segir Heiða Njóla.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …