Samfélagsmiðlar

Icelandair horfir til rafvæðingar í innanlandsflugi

Tölvuteikning af hinni þrjátíu sæta flugvél sem Icelandair stefnir á að taka í notkun fyrir lok áratugarins.

Icelandair skrifaði nú í viklulokin undir nýja viljayfirlýsingu við Heart Aerospace í tengslum við rafmagnsflugvél sem fyrirtækið vinnur að. Fulltrúar Icelandair verða jafnframt hluti ráðgjafanefndar sem sænski flugvélaframleiðandinn hefur sett á fót. Í ráðgjafanefndinni eru auk Icelandair fulltrúar frá flugfélögum, flugvélaleigum og flugvöllum. Ráðgjafanefndinni er ætlað að tryggja að flugvélin henti þörfum notenda sem best. Þannig er stuðlað að því að orkuskipti flugsamgangna geti hafist sem fyrst að því segir í tilkynningu.

Flugvélin sem Heart Aerospace vinnur nú að er 30 sæta tvinnvél, ES-30 sem stjórnendur Icelandair telja að nýtist vel í innanlandsflug hér á landi. Flugfélagið hafði áður skrifað undir viljayfirlýsingu um 19 sæta rafmagnsflugvél frá Heart Aerospace en þessi nýja mun koma í stað hennar.

„ES-30 er 30 sæta farþegavél búin hljóðlátum rafmagnshreyflum sem geta einnig gengið fyrir sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Á skemmri flugleiðum gæti vélin gengið eingöngu fyrir rafmagni og þar með gert kolefnislaust innanlandsflug að veruleika. Á lengri flugleiðum gæti vélin gengið fyrir blöndu rafmagns og sjálfbærs flugvélaeldsneytis. Drægni vélarinnar verður um 200 km með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 km með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 km með 25 farþega. Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun. Heart Aerospace gerir ráð fyrir að flugvélin verði komin í notkun árið 2028,“ segir í tilkynningu,

„Markmið okkar er að rafvæða flug á styttri flugleiðum, en það gerum við ekki ein. Það er sameiginlegt verk margra aðila að gera flug kolefnislaust. Með samstarfinu getum við haft áhrif á alla virðiskeðjuna, allt frá því að framleiða umhverfisvænni flugvélar, til þess að gera flugvelli aðgengilegri fyrir umhverfisvænar vélar. Þannig gerum við flug þægilegra, ódýrara og sjálfbærara fyrir almenning,“ skrifar Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, í tilkynningu.

Þar er haft eftir Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair að það sé sönn ánægja að útvíkka samstarfið við Heart Aerospace.

„Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið um að minnka losun í starfsemi okkar og einn þáttur í því er að stuðla að framþróun nýrrar tækni. Vegna stuttra flugleiða og góðs aðgangs að umhverfisvænni orku er Ísland í einstakri stöðu til þess að gera innanlandsflug kolefnislaust. Heart Aerospace stefnir á að fyrsta flugvélin verði komin í notkun á þessum áratug. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur hjá Icelandair að taka þátt í þróuninni og greiða þannig leiðina til orkuskipta í flugi,“ segir Heiða Njóla.

Nýtt efni

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …