Samfélagsmiðlar

Icelandair og Air Greenland tengja saman leiðakerfi félaganna

Á Vestnorden-ferðaráðstefnunni í kvöld var undirrituð viljayfirlýsing Icelandair og Air Greenland um aukið samstarf. Tengja á saman leiðakerfi félaganna tveggja.

Icelandair hefur flutt hluta af Grænlandsflugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur, þar sem aðstaða er öll betri og tækifæri gefast á alþjóðlegum flugtengingum. Það eru einmitt þær sem Air Greenland sér fyrir sér að geta nýtt fyrir farþega sína. Í fréttatilkynningu um viljayfirlýsingu félaganna tveggja um samstarf fagna forstjórar félaganna samkomulaginu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir: „Með betri tengingum við umfangsmikið leiðakerfi Air Greenland innan Grænlands og til Keflavíkurflugvallar munum við geta boðið þægilegar tengingar á milli áfangastaða á Grænlandi til fjölda áfangastaða okkar í Evrópu og Norður-Ameríku.“ Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, tekur í sama streng og ræðir tækifærin sem samstarfið býður upp á fyrir báða aðila: „Leiðakerfi Icelandair frá Keflavíkurflugvelli er mjög öflugt og munu tengingar við það auðvelda ferðalög frá Grænlandi til fjölda áfangastaða erlendis og skapa um leið betri tækifæri fyrir fólk til að ferðast til Grænlands. Að auki munu ferðamenn til Íslands eiga auðveldara með að heimsækja Grænland. Aukið samstarf mun einnig þýða að viðskiptavinir okkar munu geta bókað flug alla leið á áfangastaði Icelandair í gegnum vef okkar.“

Fulltrúar Air Greenland og Icelandair eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar. Frá vinstri: Tomas Leth Jørgensen, Air Greenland, Tómas Ingason, Icelandair, Jacob Nitter Sørensen, forstjóri Air Greenland, Helgi Már Björgvinsson, Icelandair og Mogens E. Jensen, Air Greenland.

Air Greenland var stofnað af SAS-flugfélaginu og námafyrirtækinu Øresund árið 1960 og bar nafnið Grønlandsfly til ársins 2002. Nú er félagið að fullu í eigu Grænlendinga sjálfra eftir að SAS og danska ríkið sömdu árið 2019 við grænlensku heimastjórnina um sölu á hlutafé félagsins.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …