Kastrup-Keflavík réttir hraðar úr kútnum

Heimsfaraldurinn olli skiljanlega miklum samdrætti í flugsamgöngnum. Batinn í ár er mismikill eftir flugleiðum.

337 þúsund farþegar hafa nýtt sér ferðir Icelandair, Play og SAS milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar í ár. Til viðbótar flýgur svo Niceair frá Akureyri til dönsku höfuðborgarinnar. MYND: CPH

Það voru nærri 65 þúsund farþegar sem flugu milli Keflavíkurflugvallar og Kaupmannahafnar í síðasta mánuði en þeir voru rúmlega 33 þúsund í ágúst í fyrra og um 69 þúsund í ágúst 2019. Farþegahópurinn í síðasta mánuði var því 6 prósent fámennari en hann var í ágúst 2019. Þegar horft er til fyrstu átta mánaða ársins þá nemur batinn á þessari flugleið 90 prósentum samkvæmt tölum frá dönskum flugmálayfirvöldum.

Þetta er mun betri niðurstaða en þegar kemur að flugi frá Kaupmannahöfn til höfuborga Noregs og Svíþjóðar.

Í ágúst flugu 9 prósent færri milli Kastrup og Gardermoen í Ósló og samdrátturinn í ár nemur 24 prósentum. Niðursveiflan í flugumferðinni milli Kaupmannahafnar og Stokkhólms í ár en ennþá meiri eða 37 prósent. Þar af 23 prósent í nýliðnum ágúst.

Þess má geta að upplýsingar eins og þessar hér að ofan eru opinberar í Danmörku en ekki hér á landi.