„Maskína sem skapar verðmæti alla daga“
„Í öllum geirum menningarlífsins er sókn og framþróun, meiri skilningur en áður á því að við höfum sögu að segja - einhverju mikilvægu að miðla,” segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, bjartsýn um framtíð menningartengdrar ferðaþjónustu. Þar leiki Harpa stórt hlutverk. Vart sé hægt að hugsa sér lengur Reykjavík án Hörpu.
