Færri ný íslensk vegabréf

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Það hægist vanalega á útgáfu vegabréfa þegar líður á sumarið og þannig var það einnig að þessu sinni. Í ágúst voru um 3.052 vegabréf afgreidd en þau voru 5.299 í júlí. Í samanburði við ágúst árin á undan var útgáfan í nýliðnum ágúst þó blómlegri en verið hefur síðustu fjögur ár.

Ef horft er lengra aftur í tímann þá sóttu aftur á móti mun fleiri um nýja passa í ágúst á árunum 2013 til 2017 en raunin var að þessu sinni eins og sjá má á grafinu.

Hvað það segir um ferðaplön landans skal ósagt látið en ljóst er að framboð á flugi héðan til útlanda er mikið næstu mánuð. Ferðirnar til Tenerife hafa til að mynda aldrei verið fleiri til Tenerife fyrir jólin.