Ná samningi við flugmenn

MYND: LUFTHANSA

Stjórnendur Lufthansa flugfélagsins hafa náð samkomulagi við flugmenn um nýjan kjarasamning. Þar með verður ekkert af boðaðri vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Í sumar hefur Lufthansa þurft að aflýsa meira en átta þúsund brottförum vegna verkfalla flugmanna. Nú síðast fyrir helgi þegar hundruðir flugferða voru felldar niður, þar á meðal áætlunarferð Lufthansa til Keflavíkurflugvallar frá Frankfurt á föstudagskvöldið.

Flugmenn þýska flugfélagsins hafa krafist á 5,5 prósent launahækkunar í ár og aftur 8,2 prósenta hækkunar á næsta ári. Auk þess vilja þeir hærri greiðslur á meðan þjálfun stendur og eins hærri bóta í tengslum við veikindi.

Lufthansa heldur úti áætlunarflugi til Íslands frá bæði Munchen og Frankfurt en auk þess fljúga systurfélög þess hingað frá Vínarborg, Zurich og Dusseldorf.