Samfélagsmiðlar

Olíureikningur flugfélaganna lækkar

Hækkun fargjalda var boðuð í lok síðasta vetrar til að takast á við ört hækkandi olíuverð. Nú stefnir í að flugfélögin þurfti ekki að eyða eins háu hlutfalli af tekjum sínum í kaup á eldsneyti.

Það hefur verið dýrt að dæla eldsneyti á þotur sem og einkabíla að undanförnu. Nú þegar færri eru á ferðinni lækkar verðið.

Óvenju stór hluti af tekjum Icelandair og Play hefur farið í kaup á þotueldsneyti enda rauk olíuverð upp eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar. Play borgaði til að mynda 2,2 milljarða kr. fyrir eldsneyti á öðrum fjórðungi ársins, apríl til júní, en þá voru farþegatekjurnar 4,2 milljarðar kr. Önnur hver króna sem félagið aflaði endaði því í vasa olíufélaga.

Hjá Icelandair var hlutfallið lægra því það félag keypti eldsneyti fyrir 13,8 milljarða kr. á fjórðungnum en farþegatekjurnar námu á sama tíma um 36 milljörðum kr. Um 38 prósent af tekjunum fóru því í olíuna en hlutfallið var 28 prósent á öðrum ársfjórðungi 2018. En þess ber að geta að ekki er hægt að bera saman við árið 2019 því þá voru skaðabætur vegna alvarlegra galla í Max þotunum færðar sem farþegatekjur í bókhaldi Icelandair. Þetta var gert til að fela upphæðina sem fékkst frá Boeing.

Niður fyrir 1000 dollara

Síðustu þrjár vikur hefur verð á þotueldsneyti lækkað umtalsvert eða um nærri fimmtung. Nú kostar tonnið 964 dollara eða 134 þúsund krónur. Til samanburðar var meðalverðið á öðrum fjórðungi ársins 1.292 dollarar sem jafngilti nærri 169 þúsund krónum.

Það má því ljóst vera að sú lækkun sem orðið hefur á eldsneyti að undanförnu er mikil búbót í rekstri flugfélaganna tveggja. Bæði hafa þó gert samninga um fyrirframkaup á eldsneyti sem gerir það að verkum að lækkunin kemur ekki fram með sama hætti hjá keppinautunum.

Icelandair hefur þannig fest verð á fjórðungi af eldsneytisþörfinni við 935 dollara á tonnið. Sú upphæð er lægri en heimsmarkaðsverðið er í dag. Play borgar hins vegar nokkru meira því félagið kaupir þrjátíu prósent af sínu eldsneyti á 1.240 dollara tonnið. Sá samningur er gerður við Skeljung sem hagnast þá á mismuninum sem nú er.

Veltu út í verðlagið

Olíuverð hækkaði umtalsvert í ársbyrjun og tók kipp upp á við þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar sem fyrr segir. Í kjölfarið tilkynntu stjórnendur Play að þar á bæ yrði tekið upp eldsneytisálag og Icelandair tvöfaldaði sitt gjald. Þar með varð álagið umtalsvert hærra en hjá Play líkt og Túristi greindi frá á sínum tíma.

„Fyrir okkur er þetta einfalt dæmi. Við teljum að þessar hækkanir tengdar stríðinu í Úkraínu muni auka kostnaðinn okkar um 10 milljónir bandaríkjadollara (um 1,3 milljarðar kr.) á þessu ári. Við munum fljúga með um eina milljón farþega á árinu og því er gjaldið reiknað miðað við það og aðrar slíkar forsendur nú í lok mars,“ útskýrði Birgir Jónsson, forstjóri Play, í lok mars.

Verð á olíu í sumar var þó á löngu tímabili um fimmtungi hærra en það hafði verið þegar eldsneytisálag Play kom til sögunnar. Í dag er verðið hins vegar á svipuðu slóðum og þá var.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …