Rafknúnar sætaferðir á flugvallarsvæðinu

Nú fá farþegar bílaleiga far með þessum rafknúna strætisvagni milli Leifsstöðvar og bílaleiganna. MYND: KYNNISFERÐIR

Það eru aðeins þrjú bílaleigufyrirtæki með aðstöðu inn í Leifsstöð og viðskiptavinir hinna bílaleiganna fá lyklana sína annars staðar á flugvallarsvæðinu. Annað hvort með því að fara fótgangandi eða nýta sér sérstakar sætaferðir frá flugstöðinni. Fyrirkomulagið á þessum ferðumn hefur þó ekki verið nægjanlega gott og fengið neikvæða umsögn meðal flugfarþega. Meðal annars fyrir þær sakir að stoppistöð strætisvagnsins hefur verið illa merkt.

Nú hefur Icelandia, sem rekur meðal annars Flugrútuna, tekið yfir þessar ferðir og nýtir til þess bílastæði fyrirtækisins beint fyrir framan Leifsstöð. Leigutakar þurfa því ekki lengur að fara dágóðan spöl frá flugstöðinni, með farangurinn sinn í eftirdragi, í leit að strætisvagninum.

Önnur breyting sem gerð hefur verið er sú að Icelandia notast við nýjan rafknúinn strætó í þessar ferðir sínar en þær eru í boði á 20 mínútna fresti frá klukkan 5 á morgnana og fram til klukkan 18 síðdegis.