Samfélagsmiðlar

Stundum þarf að hugsa stórt

„Þegar litið var á hvaða kostir kæmu til greina í stað Reykjavíkurflugvallar þá var Keflavíkurflugvöllur ekki nefndur. Mér þótti það sérkennilegt,” segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdstjóri Kadeco, sem vinnur að því að þróa framtíðarmöguleika svæðisins í kringum Keflavíkurflugvöll.

Keflavíkurflugvöllur og hugsanleg leið hraðtengingar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur (KRL)

Samgöngur milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar eru ekki í lagi. Staðsetning flugvallar í Vatnsmýri er vafasöm út frá heildarhagsmunum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu, miklum meirihluta landsmanna.  Það er ekki langt á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar – ef samgönguæðin og flutningsmátinn væru fyrsta flokks. Staðan er ekki sú í dag. Fyrsti spölurinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar er óboðlegur, almenningssamgöngurnar sem boðið er upp á eru ekki góðar – hvorki flutningsmátinn né ferðatíðnin. „Ég tel að einhver þurfi að horfa á heildarmyndina, bera ábyrgð á öllu ferlinu, og sjá til þess að upplifun farþega verði enn betri. Þetta er kannski verkefni fyrir nýtt þróunarfélag. Verkefnið er stórt,” sagði Pálmi Freyr í viðtali við Túrista á dögunum. Hann er menntaður í borgarhönnun, var áður verkefna- og teymisstjóri og borgarhönnuður hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Nú er verkefni hans að nýta betur tækifærin í kringum Keflavíkurflugvöll og höfnina í Helguvík og finna leiðir til að tengja þetta mikilvæga vaxtarsvæði við Reykjavík. 

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. – Mynd: ÓJ

Líklega hefur fleirum þótt það sérkennilegt en framkvæmdastjóra Kadeco að frekar væri horft til þess að byggja alveg nýjan flugvöll í Hvassahrauni með miklum tilkostnaði, 20 til 30 milljarða króna, á jarðfræðilega vafasömu svæði fremur en að nýta betur fullbúinn flugvöll tiltölulega skammt frá: Keflavíkurflugvöll. Vantar meiri víðsýni – eða hæfni til að skoða hlutina út frá heildarhagsmunum? Eru það skotgrafirnar í þjóðmálaumræðunni sem koma í veg fyrir að við hugsum nógu stórt? 

Í viðtalinu við Túrista ræddi framkvæmdastjóri Kadeco þróunarmöguleikana á Suðurnesjum, þar sem íbúavöxtur hefur verið hraðastur á Íslandi á síðustu árum. Segja má að Keflavíkurflugvöllur sé lang stærsti atvinnurekandinn á svæðinu, þó þar sé auðvitað um að ræða mörg sjálfstæð fyrirtæki. En til að tryggja meiri fjölbreytni í atvinnulífi Suðurnesja og skapa forsendur fyrir enn meiri vexti og betri afkomu þarf í senn að nýta betur möguleikana sem nálægðin við alþjóðaflugvöllinn og stórskipahöfnina skapa og koma á tíðari og hraðari samgöngum milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Akstursfjarlægð milli búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins og hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni yrði 19 mínútur en gæti orðið um eða innan við 30 mínútur til Keflavíkur ef gerðar yrðu nauðsynlegar úrbætur á Reykjanesbraut næst flugstöðinni – aðeins um 18 mínútur með hraðlest framtíðarinnar. 

Í umræðunni er stundum bent á að dæmi séu um flugvelli inni í borgum. Túristi þekkir hinsvegar ekki dæmi frá öðrum borgum um jafn viðamikinn flugvöll í slíkri nánd við miðju höfuðborgar og helstu stofnanir ríkisins eins og Reykjavíkurflugvöll. London City Airport kemur fyrst í hugann en hann er töluvert fjær þingi og helstu stjórnarbyggingum en Reykjavíkurflugvöllur. Hinsvegar eru þekkt nokkur dæmi um flutning flugvalla fjær byggðarmiðju. Nærtækt dæmi er Ósló. Pálmi Freyr Randversson orðaði þetta svona í viðtalinu við Túrista: „Þetta hefur verið gert annars staðar, flugvöllum nærri miðborgum lokað og innanlandsflug fært í 30 til 60 mínútna akstursfjarlægð. Það er engin spurning að skoða verður þennan möguleika. Hann hefur ekki verið skoðaður. Þegar litið var á hvaða kostir kæmu til greina í stað Reykjavíkurflugvallar þá var Keflavíkurflugvöllur ekki nefndur. Mér þótti það sérkennilegt. Það er svo önnur umræða hvar eigi að verða til varaflugvöllur. Í því sambandi má ræða Suðurlandið eða skoða betur hvernig vellirnir á Akureyri eða Egilsstöðum geta virkað. Það væru mikil ruðningsáhrif af nýrri nálgun – að skoða flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar. Þá verða almenningssamgöngur að verða miklu betri og bjóða verður upp á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum – fyrir fólk utan af landi sem þarf bráðaþjónustu. Á sama tíma yrði til byggingarland í Reykjavík sem er gríðarlega mikilvægt fyrir þróun alls höfuðborgarsvæðisins.” 

Í aðflugi yfir miðborg Reykjavíkur – Mynd: ÓJ

Stundum þarf að hugsa á stærri skala og fram í tímann, hafa með í dæminu þau ruðningsáhrif sem fylgja, eins og Pálmi nefnir. Bráðaþjónusta og almennt betri heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum gæti nýst öllum landsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins og um leið skapað Landspítalanum nauðsynlega samkeppni. Auðvitað ætti þó að byrja á því að bæta bráðaþjónustu úti á landi, t.d. á Sjúkrahúsinu á Akureyri, og minnka þannig þörfina á sjúkraflutningum suður. Vonandi eflast líka enn frekar flugsamgöngur við útlönd frá flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en um leið er auðvitað furðulegt að landsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins séu ekki boðnar beinar flugtengingar við eina fullbúna tengiflugvöll (hub) landsins: Keflavíkurflugvöll, eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum og Túristi hefur áður fjallað um.

Af hverju ættum við að verja tugum milljarða króna í flugvöll fast við Reykjavík þegar við eigum annan fullbúinn flugvöll svo nærri sem á Miðnesheiði? Er ekki skynsamlegra að horfa lengra fram í tímann, hvernig þróa megi hagkvæmara og vistvænna borgarsamfélag í Reykjavík og byggja um leið upp kraftmikið samfélag og atvinnusvæði í kringum Keflavíkurflugvöll með forgangsrein fyrir vistvæna almenningsvagna á Reykjanesbraut – og hefja undirbúning lagningar brautar fyrir hraðlest framtíðarinnar? Stundum þarf að hugsa stórt.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …