Þannig skiptust 7,3 milljarðar á milli flokka

Úttektir á erlend kort hafa aukist verulega hjá veitingastöðum og hótelum frá því sem var fyrir heimsfaraldur. Þessi þróun endurspeglast þó ekki á öllum sviðum.

Erlend kortavelta á veitingahúsum nam um 5,6 milljörðum króna í síðasta mánuði. Það er töluverð viðbót frá því sem var í ágúst 2019. Akur við Hafnartorg er einn þeirra staða sem hefur bæst við veitingahúsaflóruna síðan þá. MYND: AKUR

Erlend greiðslukort voru notuð til að greiða fyrir vörur og þjónustu hér á landi í síðasta mánuði fyrir nærri 38 milljarða króna. Það er viðbót um 7,3 milljarða kr. í samanburði við ágúst 2019 og hlutfallslega nemur aukningin um fjórðungi.

Af þessari viðbót fengu hótel og gististaðir 2,3 milljarða króna sem er mun meiri aukning, í krónum talið, en í öðrum flokkum eins og sjá má á grafinu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.