„Við erum stór í Frakklandi, við erum stór í Bretlandi. Við sjáum mikinn vöxt í Þýskalandi en það eru margir markaðir í Evrópu þar sem við höfum ekki keyrt almennilegar auglýsingaherferðir. Núna erum við aðgangsharðari á Ítalíu og á Spáni og við erum að horfa til annarra markaða í Norður-Evrópu. Ég tel að það séu … Lesa meira
Fréttir
Rafknúnar rútur taka fram úr dísilknúnum
Bílaöldin hófst fyrir alvöru fyrir rúmum 100 árum og síðan þá hefur sprengihreyfilinn knúið flest ökutæki. Þetta er að breytast hratt - ekki síst í rútubílaakstri. Þar hafa orðið straumhvörf: Rafrúturnar verða ráðandi innan fárra ára en dísilrútan hverfur.
Fréttir
Um 3,5 milljarðar í losunarheimildir
Stór hluti af því sem flugfélög og stóriðja borga fyrir mengun rennur í ríkissjóð.
Fréttir
„Þetta verkefni krefst þess að við tölum saman“
„Við þurfum að dreifa ferðamönnum betur um höfuðborgarsvæðið og ákveða hvar við viljum byggja eitthvað upp og fá fólk til að fara víðar," segir Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri nýrrar Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, í viðtali við TÚRISTA. Um leið og hún leggur áherslu á að styrkja víðtæka ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu vill hún auka samstarf við markaðsstofur annarra landshluta.
Fréttir
Færa golfferðirnar á milli ferðaskrifstofa
Golfdeild ferðaskrifstofunnar Aventura hefur hingað til verið starfrækt af GolfSaga ehf. og haft á boðstólum sérferðir fyrir kylfinga til fjölda áfangastaða á Spáni. Skráðu þig inn til að lesa Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir. Netfang Lykilorð Muna mig Gleymt lykilorð
Fréttir
Ekki svar við komu Easyjet
Icelandair tilkynnti eftir hádegi í dag að félagið ætlaði á ný að hefja áætlunarflug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Nokkrum klukkutímum áður hafði breska flugfélagið Easyjet boðað komu sína til Akureyrar næsta haust með áætlunarferðum frá Gatwick flugvelli í London. Spurður hvort sú ákvörðun sé svar við flugi EasyJet til Akureyrar þá segir Guðni Sigurðsson, talsmaður … Lesa meira
Fréttir
Létu vera að svara Niceair en bregðast strax við komu Easyjet
Stjórnendur Icelandair höfðu uppi áform um að taka upp þráðinn nú í sumar í áætlunarflugi milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar en ákváðu undir lok síðasta árs að fresta þessu til vorsins 2024 jafnvel þó Niceair væri þá að hasla sér völl í millilandaflugi frá höfuðstað Norðurlands. „Við viljum ná betri tökum á ýmsum verkefnum í innanlandsfluginu … Lesa meira
Fréttir
Akureyrarflug á dagskrá
Í vor hætti þýska flugfélagið Condor við flug til Akureyrar og rekstur Niceair stöðvaðist. Núna berast aftur á móti jákvæð tíðindi af millilandaflugi frá Akureyri.