Hótel Ísafjörður hf býður gistingu á fimm stöðum - á aðalhótelinu við Silfurtorg 2 sem nefnist Torg. Þar eru 36 herbergi, á Horni við Austurveg, í nýuppgerðu húsnæði í gamla kaupfélagshúsinu, eru 24 herbergi, á Gamla gistihúsinu við Mánagötu 5 eru níu herbergi og á Mánagötu 1 svefnpokagisting fyrir 20 manns. Á sumrin bætist heimavist menntaskólans við og er kallað Hótel Torfunes. Stærstu eigendur Hótel Ísafjarðar eru Ari Wendel og hjónin Daníel Jakobsson og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir. Hótelstjóri síðasta eitt og hálft árið hefur verið Kristján Þór Kristjánsson.

Túristi sest niður eftir hádegismat í tómum matsal Hótels Ísafjarðar við Silfurtorg, sem er um leið veitingastaðurinn Við Pollinn. Þetta er ekki fallegasta húsið á Ísafirði og innréttingar ekki með nýjasta sniði, en þarna hefur verið hótelrekstur frá árinu 1981, aðalhótel bæjarins á frábærum stað með góðri útsýn yfir Pollinn. Með þeim breytingum sem unnið er að á að glæða staðinn nýju lífi. Hótelstjórinn Kristján Þór kemur með kaffi handa okkur og sest við borðið. Yfir blikka perur, sem tekur varla að skipta út af því að staðnum verður brátt lokað vegna breytinga. Allt verður rifið úr veitingasalnum, innréttingar, klæðningar og gólfefni, veggir brotnir og ný leið opnuð að nýbyggingu sem risin er við hliðina.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.