Samfélagsmiðlar

Vandinn að lengja annatímann

Unnið er að endurbótum á Hótel Ísafirði. Í fyrsta áfanga eru gerðar breytingar á veitingasal og móttöku - nýr hótelbar verður opnaður eftir áramót. Hótelstjórinn lýsir í viðtali við Túrista þeim vandkvæðum í starfsmannamálum sem fylgja stuttum annatíma.

Hótel Ísafjörður eftir breytingar

Hótel Ísafjörður hf býður gistingu á fimm stöðum – á aðalhótelinu við Silfurtorg 2 sem nefnist Torg. Þar eru 36 herbergi, á Horni við Austurveg, í nýuppgerðu húsnæði í gamla kaupfélagshúsinu, eru 24 herbergi, á Gamla gistihúsinu við Mánagötu 5 eru níu herbergi og á Mánagötu 1 svefnpokagisting fyrir 20 manns. Á sumrin bætist heimavist menntaskólans við og er kallað Hótel Torfunes. Stærstu eigendur Hótel Ísafjarðar eru Ari Wendel og hjónin Daníel Jakobsson og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir. Hótelstjóri síðasta eitt og hálft árið hefur verið Kristján Þór Kristjánsson. 

Kristján Þór Kristjánsson, hótelstjóri – Mynd: ÓJ

Túristi sest niður eftir hádegismat í tómum matsal Hótels Ísafjarðar við Silfurtorg, sem er um leið veitingastaðurinn Við Pollinn. Þetta er ekki fallegasta húsið á Ísafirði og innréttingar ekki með nýjasta sniði, en þarna hefur verið hótelrekstur frá árinu 1981, aðalhótel bæjarins á frábærum stað með góðri útsýn yfir Pollinn. Með þeim breytingum sem unnið er að á að glæða staðinn nýju lífi. Hótelstjórinn Kristján Þór kemur með kaffi handa okkur og sest við borðið. Yfir blikka perur, sem tekur varla að skipta út af því að staðnum verður brátt lokað vegna breytinga. Allt verður rifið úr veitingasalnum, innréttingar, klæðningar og gólfefni, veggir brotnir og ný leið opnuð að nýbyggingu sem risin er við hliðina. 

Hótel Ísafjörður eftir breytingar – Teikning: Hótel Ísafjörður

Það á að hverfa frá því að starfrækja einn veitingasal sem nýst hefur fyrir morgunverð og veislur en bæta við nýrri vínstúku eða hótelbar hjá gestamóttökunni á jarðhæðinni. „Þetta hefur verið salur sem á að passa fyrir allt en fyrir vikið passar hann ekki fyrir neitt,” segir Kristján og bindur miklar vonir við „lobbíbarinn“ þarna á jarðhæðinni. Þar á fólk að geta sest niður, fengið sér drykk og léttar veitingar. Þessi nýja viðbót verður tekin í notkun í byrjun næsta árs. Í öðrum áfanga, sem eftir er að fjármagna, stendur til að breyta þaki hússins, gera hótelgarð með heitum pottum og sána.  

Kristján Þór segir að nú í septemberbyrjun fari að draga úr gestakomum, þau séu að sigla inn í rólegasta tímann, frá október til loka desember, þó séu alltaf einhverjar ráðstefnur og hópakomur, auk sölumanna og iðnaðarmanna sem þurfi gistingu. Sumarið hefur verið gott í hótelrekstrinum á Ísafirði, segir hann, þó að veðrið hefði mátt vera betra. Útlendu gestirnir voru auðvitað fyrir löngu búnir að panta herbergi óháð því hvernig veðrið yrði en íslenskir ferðamenn taka kipp ef veðurútlit er gott, leita þá fyrst eftir gistingu og eru hissa á að það gangi ekki upp með stuttum fyrirvara. 

Gamla gestamóttakan á Hótel Ísafirði – Mynd: ÓJ

„Síðustu tvö sumur kom hinsvegar í ljós að Íslendingar eru alveg tilbúnir að ferðast innanlands og áttuðu sig á því að það væri skemmtilegt og ekki svo dýrt miðað við að ferðast erlendis – þegar allt var talið.” 

Þó að endanlegar tölur liggi ekki fyrir sýnist Kristjáni að erlendir ferðamenn hafi verið um 80-90 prósent gesta í sumar. 

Við Pollinn – Mynd: ÓJ

Enn er hótelrekstur á Ísafirði og annars staðar á Vestfjörðum mjög háður árstíðasveiflum. Það er allt fullt í fáeinar vikur á sumrin en svo kólnar hratt í rekstrinum í október. Það er ekki fyrr en skíðavertíðin hefst eftir áramót að aftur færist fjör í leikinn. Þetta flækir rekstrarmálin – ekki síst að hafa aðgang að starfsfólki til að sinna verkunum.

„Maður missir hæft starfsfólk. Þessar fyrstu vikur í september eru erfiðastar, skólafólkið sem var hér í vinnu, íslenskt og frá Póllandi og Slóvakíu er farið.”

Erfiðast segir hótelstjórinn að manna eldhúsið þegar aðeins er í boði vinna í fjóra eða fimm mánuði í senn. Ráða þurfi fjóra kokka auk þjóna og þjálfa starfsfólkið. Svo hverfur það eftir þennan stutta starfstíma og næsta ár byrjar allt upp á nýtt. Nauðsynlegt sé að gera veitingastaðinn rekstrarhæfan allan ársins hring. 

„Ég byrjaði að auglýsa eftir kokkum í byrjun ársins. Einn Íslendingur sótti um en dró umsóknina til baka. Þetta er áskorunin – að ná í hæft starfsfólk. Ekki er nóg að lesa yfir ferilskrána hjá umsækjandanum. Ég hef hringt í þá staði þar sem viðkomandi hefur unnið og spurst fyrir um hann.”

Annars er Kristján Þór bjartsýnn á horfurnar i rekstrinum, hægt sé að lengja annatímann. Það hafi þegar tekist að fjölga gestum töluvert á veturna, t.d. hafi gönguskíðanámskeið í janúar, febrúar og mars reynst mjög vinsæl. Búist sé við svipuðu á næsta ári. Hótel Ísafjörður – Torg verður opnað eftir breytingar í janúar. 

Unnið í nýrri viðbyggingu – Mynd: ÓJ

„Ég held að við eigum mikið inni í veitingasölunni. Við viljum fá heimafólkið aftur. Nýi barinn ætti að hjálpa til, fólk komi og fái sér drykk og borði létta rétti eða fínni mat.”

Við ræðum markaðsstarf Hótel Ísafjarðar. Kristján Þór segir að því ljúki aldrei. 

„Markaðsstarfið felst í því að halda viskiptavinum ánægðum. Álit þeirra fer á netið þar sem allir geta lesið það. Þetta er auðvitað mjög áhugavert og ögrandi verkefni. Fólk er misjafnlega kröfuhart. Einn gestur kemur og horfir yfir morgunverðarboðið og dáist að úrvalinu, eggjum, beikoni og brauði, en sá næsti kvartar strax undan því ef ekki er til croissant. Ég átta mig stundum ekki á því hvort fólk haldi að það sé alltaf statt á fimm stjörnu hótelum. En þetta er bara skemmtilegt.”

Hótel Ísafjörður í byggingunni, sem reist var undir lok áttunda áratugsins, verður enn um sinn stærsta hótelið í bænum. En einhvern tímann kemur að því að fjárfestar sjái möguleikana í því að reisa stærra og nútímalegra hótel, jafnvel í gömlum stíl, þarna á Tanganum. 

Hótel Ísafjörður – Mynd: ÓJ

„Það kæmi ekki á óvart,” segir Kristján Þór um þær vangaveltur – að nýtt hótel rísi þarna nærri. „Vandinn við að reisa nýtt og stórt hótel er bara að ennþá þarftu að fjármagna reksturinn á fimm mánuðum. Það er meginskýringin á því að ný hótel hafa ekki verið reist á Vestfjörðum. En með bættum samgöngum, nýrri hringtengingu um Vestfirði sem opin verður árið um kring, má búast við að fleiri tækifæri onast í afþreyingu og þörf verði á meira gistiplássi.”

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …