Veikir innviðir hindra uppgang í ferðaþjónustu

Vestfirðir hafa vakið athygli heimsins en veikir innviðir hamla straumi ferðafólks þangað. Díana Jóhannsdóttir á Vestfjarðastofu vill fá meiri kraft í opinberan stuðning á kaldari svæðum landsins, þar sem engin stór ferðaþjónustufyrirtæki geta knúið markaðsstarfið. Þá vanti meiri fjárfestingu til að fjölga heilsársstörfum. Margt er þó í pípunum.

Á Hornströndum
Af Hornströndum Mynd: Vestfjarðastofa

„Ferðaþjónustan skiptir mjög miklu fyrir Vestfirði en við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, miða starfið við framlögin frá hinu opinbera,” segir Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnumála hjá Vestfjarðastofu. Hún leiðir þar Markaðsstofu Vestfjarða. Díana hefur verið með ferðamálin fyrir vestan á sinni könnu í áratug og séð miklar breytingar - upsveiflu og hrun vegna heimsfaraldurs.

Díana Jóhannsdóttir - Mynd: ÓJ

Flest fyrirtækin á Vestförðum komu reyndar ekki illa út úr heimsfaraldrinum.

„Íslendingar kíktu loksins á Vestfirðina, föttuðu að Vestfirðir eru æðislegir. Sumarið sem nú er bráðum að baki var gott og við erum bjartsýn."

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.