Tjöruhúsið varð til árið 2004 þegar hjónin Magnus Hauksson og Ragnheiður Halldórsdóttir hófu þar veitingarekstur. Ísafjarðarbær bað þau um að hefja kaffisölu í friðuðu húsinu, sem byggt var 1781 og er hluti af einni elstu husaþyrpingu landsins. Þau höfðu áður rekið Sjómannastofuna, með mötuneyti fyrir togarasjómenn og almennri veitingasölu, og öðlast þar reynslu sem skilar sér í Tjöruhúsinu.
„Það er enginn veitingastaður góður nema eigandinn vinni þar,” segir Haukur S. Magnússon, sonur frumkvöðlanna og núverandi rekstrarstjóri Tjöruhússins, eftir að hafa rakið fyrir Túrista aðdragandann að rekstri einhvers þekktasta og best heppnaða fiskiveitingahúss á landinu. Aðdragandinn er með ýmsum útúrdúrum. Magnús faðir Hauks hefur tekið sér margt fyrir hendur á Ísafirði meðfram því að elda fisk með ágætum, m.a. séð um landanir úr skipum og rekstur vídeóleigu.

Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.