Samfélagsmiðlar

Virði íslensku flugfélaganna hækkar en áfram falla hlutbréfin í hinum

Icelandair er nærri 82 milljarða króna virði í dag.

Finnair kynnti í vikunni uppstokkun á rekstrinum enda telja stjórnendur þess ljóst að það verði bið eftir því að loftrými Rússa opnist á ný. Það verður því áfram dýrt og flókið að halda úti tíðum ferðum til Austurlanda fjær frá Helsinki.

Finnarnir ætla því að reyna að draga úr kostnaði eins mikið og hægt er og útlit er fyrir að starfsfólki fækki. Hlutabréfin í finnska flugfélaginu lækkuðu í vikunni eins og þau hafa gert að undanförnu.

Það sama gerðist hjá SAS en það félag á í alvarlegum vanda. Stjórnendur þess sækjast nefnilega eftir því að komast í bandarískt greiðsluskjól svo hægt sé að ráðast í umfangsmikla fjárhagslega endurskipulagningu.

Það sem af er ári hefur gengi Finnair lækkað um 34 prósent og SAS um 57 prósent.

Eins og staða er í dag er Norwegian stærsta flugfélag Norðurlanda ef horft er til fjölda farþega. Þar á bæ tók fjárhagurinn miklum breytingum í heimsfaraldrinum því langstærsti hluti skuldanna var afskrifaður. Félagið er því að ná vopnum sínum á ný en engu að síður hafa bréf félagsins lækkað um 17 prósent eftir að tilkynnt var um 20 milljarða kr. hagnað á öðrum ársfjórðungi. Afkoman stóð ekki undir væntingum og bréfin í Norwegian héldu áfram að lækka í vikunni.

Sömu sögu má segja af gengi hlutabréfa í nýliðunum Flyr og Norse. Markaðsvirði Icelandair og Play hækkaði aftur á móti umtalsvert í vikunni en óseldu sætin í þotum félaganna tveggja voru færri í ágúst en raunin var hjá hinum norrænu félögunum eins og Túristi fjallaði um.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …