471.690 íslenskar tásur á Tenerife

Við sundlaugarbakka á Tenerife Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag og af því tilefni sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, að tíðar tásu­myndir frá Tene á samfélagsmiðlum væru vís­bending um hve kröftug einka­neyslu landans hefði verið í ár. Frá þessu greindi Vísir.

Og farþegatölur frá spænskum flugmálayfirvöldum staðfesta að Íslendingar hafi að undanförnu fjölmennt sem aldrei fyrr til Tenerife. Frá ársbyrjun og fram til loka ágústmánaðar flugu samtals 94.338 farþegar milli Tenerife og Íslands en þar sem hver og einn er talinn bæði við lendingu og brottför þá má deila þessari tölu í tvennt. Þegar útkoman úr því dæmi er margfölduð með tíu þá er niðurstaðan sú að allt að 471.690 íslenskar tær hafi verið kældar í sjónum við spænsku eyjuna fyrstu átta mánuði ársins.

Til samanburðar voru tásurnar um 367 þúsund allt árið 2019 en færri síðustu tvö ár enda hafði heimsfaraldurinn þá áhrif á ferðalög milli landa.

Þann fyrirvara má setja við útreikningana hér að ofan að einhverjir í farþegahópnum eru spænskir spænskir ferðamenn á leið til Íslands.