Allir ferðir til Hornafjarðar á réttum tíma en aðeins tvær af þremur til Ísafjarðar

Flugvöllurinn við Hornafjörð en seinni hluta síðasta mánaðar var stundvísin mest í flugi þangað frá Reykjavík. MYND: ISAVIA

Icelandair hefur að undanförnu verið gagnrýnt fyrir óáreiðanlega áætlun í flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli. Stjórnendur flugfélagsins hafa af þeim sökum setið fundið með bæjarfulltrúum fyrir austan og norðan, nú síðast um miðjan september.

Og eins og sjá má hér fyrir neðan þá voru fleiri ferðir á vegum Icelandair til Akureyrar á réttum tíma seinni hluta síðasta mánaðar í samanburði við fyrri hlutann. Það sama verður þó ekki sagt um flugið til Egilsstaða eða Ísafjarðar.

Áfram er stundvísi Ernis og Norlandair því betri eins og sjá má. Þannig lenti flugvél Ernis á réttum tíma á Hornafirði í öllum tilvikum seinni hluta septembermánaðar.

Þess ber þó að geta að vegna óveðurs var nærri allt flug frá Reykjavík fellt niður 24. til 26. september og voru þeir dagar því ekki teknir með í þessum stundvísitölum.