Samfélagsmiðlar

Brexit tefur Parísarlestina

Margvíslegir erfiðleikar hafa hrannast upp hjá Bretum eftir að þeir gengu úr Evrópusambandinu. Brexit er hindrun í vegi þeirra Breta sem vilja ferðast til Evrópusambandslanda, vegabréfaskoðun og eftirlit tefur verulega afgreiðslu farþega lestarinnar til Parísar.

Í sumar voru tíðar fréttir af vandræðum sem rakin voru til Brexit á helstu millilandaflugvöllum Bretlands: Heathrow, Gatwick, Stansted, Manchester og Luton, sem bættust ofan á manneklu og verkfallsaðgerðir. Svipuð staða er á St. Pancras-lestarstöðinni í London þaðan sem Eurostar-lestin heldur í átt til Parísar um Ermarsundsgöngin. Ferðin á Gare Du Nord-stöðina í París tekur aðeins 2 stundir og 16 mínútur. Aftur á móti getur það verið tafsamt og leiðinlegt að bíða afgreiðslu á St.Pancras í London vegna landamæraeftirlitsins.

The Guardian hefur eftir fráfarandi forstjóra lestarfyrirtækisins, Jacques Damas, að þetta ástand eftir Brexit hafi leitt til þess að afköstin í afgreiðslunni fyrir lestarferðirnar til Parísar hafi minnkað um þriðjung. Hann segir að í miðborg London hafi fólk í sumar ekki upplifað sömu raðir og ringulreið og sáust við ferjuhafnirnar við Ermarsund vegna þess að Eurostar hafði færri lestir í ferðum. St. Pancras-stöðin er í Bloomsbury ekki langt frá British Museum. 

Allir breskir þegnar sem nú vilja fara með Parísar-lestinni þurfa áður að láta stimpla vegabréf sín. Þetta tefur afgreiðslu hvers og eins um 15 sekúndur eða meira og þegar fjöldinn í röðinni er mikill eru heildaráhrifin eftir því – eða um þriðjungi minni afköst, eins og að framan sagði. Ekki hefur dugað að endurnýja vegabréfahlið og manna allar afgreiðslustöðvar. Aðeins tekst að afgreiða 1.500 farþega á klukkustund í stað 2.200 fyrir Brexit. Þetta leiðir til þess að langar raðir hafa myndast við alþjóðaafgreiðsluna á St. Pancras-stöðinni en Bretar hafa ekki átt því að venjast á síðustu árum. 

Ofan á skert afköst bætist svo að bresk yfirvöld leggja á hærri kílómetragjöld á Evrópulestina en Frakkar, gjaldið er þrefalt hærra í Bretlandi. Og til að bæta gráu ofan á svart þá hafnaði breska ríkisstjórnin beiðni Eurostar um að fyrirtækið fengi ríkistryggt lán í kórónaveirufaraldrinum eins og flugfélögin fengu. Afleiðingin er sú að lestarfargjöldin verða há um ókomna framtíð vegna þess að Eurostar þarf greiða af lánum með háum vöxtum. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti David Cameron seldi hlut ríkisins í Eurostar, sem nefnd hefur verið „græna tengingin” við Evrópu, til einkaaðila árið 2015 þrátt fyrir töluverða andstöðu.

Vandræði breskra ferðamanna vegna Brexit eiga svo eftir að aukast enn með innleiðingu hertara eftirlits í komu- og brottfararkerfi Schengen-ríkjanna innan EES. Þá þurfa allir sem fara um ytri landamærin að skila fingrafari og mynd. Engin vegabréf verða stimpluð. Eftir á að koma í ljós hvaða kostnaður fellur til vegna þessara breytinga og hversu mikið breskir ferðamenn þurfa að greiða vegna nýrrar skráningar.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …