Samfélagsmiðlar

Condor nýtur enn um sinn tenginets Lufthansa

Þýska orlofsferðaflugfélagið Condor hefur enn heimild til að bjóða farþegum sínum tengiflug með Lufthansa, sem vill hverfa frá því fyrirkomulagi. Þýsk samkeppnisyfirvöld fyrirskipuðu Lufthansa í síðasta mánuði að viðhalda samstarfinu við Condor. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað. Næsta vor ætlar Condor að hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða.

Lufthansa hafði tilkynnt fyrir nokkru að það myndi slíta bókunarsamstarfi við Condor, sem byggist á sögulegum grunni. Þýsk samkeppnisyfirvöld komu í veg fyrir þessi áform 1. september eftir að miklar kvartanir höfðu borist um það frá Condor að Lufthansa væri að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að segja upp samstarfssamningi. Lufthansa hafði margsinnis reynt að ljúka samstarfinu en ákvað eftir inngrip samkeppnisyfirvalda að fresta samningsslitum til loka októbermánaðar. En það gæti dregist að fá endanlega niðurstöðu.

Talsmaður Lufthansa sagði í tilkynningu sem send var út þegar samkeppnisúrskurðurinn lá fyrir að félagið teldi sér ekki lagalega skylt að veita farþegum Condor rétt til að bóka framhaldsflug með Lufthansa en ákveðið hefði verið að gefa frest til loka október þegar háönn lyki. Úrskurðinum var síðan áfrýjað til dómstóls í Düsseldorf. Lufthansa sættir sig augljóslega illa við að þurfa að styðja við uppgang Condor, sem næsta vor bætir Akureyri og Egilsstöðum í leiðakerfi sitt. Þegar má bóka ferðir milli Frankfurt og þessara tveggja bæja á norðanverðu Íslandi.

Í úrskurði sínum höfðu samkeppnisyfirvöld bent á að enginn vafi léki á því að Lufthansa væri eina flugfélag Þýskalands með víðtækt tenginet við stærstu flugvelli landsins – í Frankfurt, München og Düsseldorf – og í ljósi þessarar yfirburðastöðu þyrfti að gæta sérstaklega að því að félagið misnotaði ekki stöðu sína. Það hefði ríkar skyldur gagnvart keppinautum sínum. Bent var á að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Condor og farþega félagsins að missa möguleikann á að tengjast bókunarkerfi Lufthansa.

Þýska þjóðarflugfélagið Lufthansa var meðal stofnenda Condor, sem sérhæfir sig í að flytja orlofsfarþega víða um heim. Thomas Cook-samsteypan eignaðist meirihluta í Condor um aldamótin. Árið 2006 átti Lufthansa þó enn tæpan fjórðung í Condor. Á meðan Condor var í meirihlutaeigu Thomas Cook-samsteypunnar var ákveðið að farkostir félagsins yrðu Airbus A320. Við fall Thomas Cook árið 2019 ákvað þýska ríkið að verja Condor falli og eignaðist félagið. Í maí 2021 keypti fjárfestingafélagið Attestor Capital meirihluta í Condor og hófst þá endurnýjun á flota langdrægra flugvéla félagsins. Fyrir rúmu ári var tilkynnt um kaup á 16 Airbus A330-900 sem skyldu leysa af hólmi Boeing 767-300ER-vélar í flota félagsins. Condor flytja um níu milljónir farþega með yfir 50 flugvélum vítt og breitt um heiminn á ári hverju

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …