Samfélagsmiðlar

Fargjöldin miklu hærri en áður

Þrátt fyrir að farþegar Icelandair hafi verið nokkru færri nú í sumar en fyrir Covid-19 þá voru tekjur af farmiðasölu mun hærri en þá var. Félagið greiddi aftur á móti miklu meira fyrir eldsneyti að þessu sinni.

Icelandair skilaði hagnaði upp á nærri 58 milljarða bandaríkjadollara á þriðja ársfjórðungi en félagið gerir upp í þeirri mynt. Hagnaðurinn jafngildir um 8 milljörðum króna ef miðað er við meðalgengi dollara gagnvart krónu. Hagnaðurinn af rekstri (Ebit) nam 12,9 milljörðum kr.

Niðurstaðan er mun betri en á sama tíma í fyrra þegar Covid-19 faraldurinn hafði ennþá áhrif á ferðir milli landa. Ef horft er til áranna 2017 til 2019 þá var hagnaðurinn hærri, í dollurum talið, á þriðja fjórðungi öll þessi ár. Núna voru tekjur Icelandair af sölu flugmiða hins vegar miklu hærri jafnvel þó farþegarnir hafi verið færri.

Icelandair nýtur nefnilega þess, líkt og fluggeirinn almennt, að neytendur hafa að undanförnu verið tilbúnir til að borga mun meira fyrir ferðalög en áður. Farmiðatekjur Icelandair á hvern farþega voru þannig um fimmtungi hærri núna en á þriðja ársfjórðungi 2017 og 2018. Að jafnaði borgaði hver og einn farþega um 250 dollara á þriðja fjórðungi þessi tvö ár en núna 303 dollara.

Þegar þessar upphæðir eru umreiknaðar í krónur, miðað við meðalgengi á hverju tímabili fyrir sig, þá sést að meðalfargjaldið núna nam um 42 þúsund krónum en var 16 þúsund krónum lægra á þriðja ársfjórðungi 2017 en það ár skilaði Icelandair síðast hagnaði. Hækkunin er mun meiri en sem nemur almennum verðlagshækkunum hér á landi.

Þess ber að geta að ekki er hægt að gera samanburð við stöðuna árið 2019 því þá bókfærðu stjórnendur Icelandair skaðabætur frá Boeing sem farþegatekjur.

Á sama tíma og tekjurnar hafa rokið upp þá er olíuverð í hæstu hæðum og eldsneytiskostnaður flugfélaga hefur aukist. Á þriðja ársfjórðungi keypti Icelandair eldsneyti fyrir um 19 milljarða króna sem er hækkun um rúmlega 8 milljarða króna frá sama tíma árið 2018. Þá voru umsvifin hins vegar meiri.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að sjóðir félagsins hafi aldrei áður verið eins digrir á þessum tíma árs en lausafjárstaðan nam um 46 milljörðum króna um síðustu mánaðamót.

„Við jukum flugframboð okkar í sem nemur 82 prósentum af framboði ársins 2019 og tvöfölduðum fjölda farþega á milli ára. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvernig tengiflug yfir hafið hefur náð fyrri styrk hjá okkur eða um 43 próesnt af heildarfjölda farþega í fjórðungnum. Jafnframt styrktum við sölu í Saga farrými og náðum þar með betri sætanýtingu þar en fyrir faraldurinn. Þá héldu bæði fraktflutninga- og leiguflugsstarfsemi okkar áfram að styðja við heildartekjuöflun félagsins,“ skrifar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu.

Forstjórinn bætti því við að bókunarstaðan síðustu þrjá mánuði ársins væri sterk en sagði félagið undirbúið undir mótvind í vetur.

„Rekstrarumhverfið verður áfram krefjandi með hækkandi vöxtum og kostnaði sem líklegt er að hafi áhrif á eftirspurn. Við erum þó sannfærð um að það eru áfram mikil tækifæri fyrir Ísland sem áfangastað. Icelandair byggir á sterkum grunni, með sterka lausafjárstöðu sem og öflugt leiðakerfi og sveigjanleika sem gerir okkur kleift að hreyfa okkur hratt og aðlaga þjónustu okkar og starfsemi að aðstæðum hverju sinni,“ sagði Bogi að lokum.

Nýtt efni

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …